Lífið

Daði Freyr og Lauf­ey spila á Lollapalooza

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hátíðin fer fram fyrstu fjóra dagana í ágúst.
Hátíðin fer fram fyrstu fjóra dagana í ágúst. Hulda Margrét/Vilhelm

Tveir Íslendingar munu koma fram á Lollapalooza tónlistarhátíðinni í Chicago-borg í Bandaríkjunum í sumar, Daði Freyr og Laufey. 

Hátíðin fer fram ár hvert í borginni í kring um mánaðamót júlí og ágúst. Ætla má að um 400 þúsund manns sæki hátíðina. 

Meðal stærstu tónlistarmannanna sem koma fram þetta árið eru SZA, Tyler, The Creator, Blink-182, Hozier og Skrillex. 

Ísland er í ár með tvo fulltrúa á hátíðinni en það eru eins og áður segir Daði Freyr og Laufey. 

Laufey mun koma fram ásamt strengjahljómsveitinni Chicago Philharmonic. „Já, ég ætla svo sannarlega að taka sinfóníuhljómsveit með mér á Lollapalooza sviðið,“ skrifar Laufey í Instagram sögu sína í dag. 

Hér að neðan má sjá hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið. 

Daði Freyr segist í samfélagsmiðlafærslu ekki geta beðið eftir að spila á hátíðinni. „Svo kúl að sjá nafnið mitt við hliðina á öllum þessum frábæru atriðum!“ skrifar hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×