Baldur býður sig fram Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 12:10 Baldur Þórhallsson tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands í Bæjarbíói í dag. aðsend Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. „Við getum ekki lengur setið hjá og láta hvatningarorð sem vind um eyru þjóta. Við ætlum að svara kallinu hátt og skýrt, og taka slaginn,“ sagði Baldur í ræðu á fundinum. Það var eiginmaður hans Felix Bergsson sem kynnti hann á svið. „Þetta er mín sýn, okkar sýn. Við höfum hlustað. Og svarið er já. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi,“ sagði Baldur. Fundurinn hófst á erindi fjölmiðlamannsins Felix Bergssonar, eiginmanns Baldurs.Vísir/Margrét „Ef þið trúið því að sveitastrákurinn frá Hellu, og bóndi hans, eigi erindi á Bessastaði, þá biðjum við um ykkar stuðning. Ef þið trúið því að forseti Íslands sé talsmaður þjóðarinnar, og að það sé ennþá svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar, þá biðjum við um ykkar stuðning.“ Baldur sagði að hann myndi sem forseti nýta dagskrárvaldið til fulls og forgangsraða mannréttindamálum og málefnum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu og málefnum barna og ungmenna. Hann sagðist ætla að vera forseti allra. „Ef þið trúið því að lítið og öflugt ríki eins og okkar geti tryggt hagsmuni sína og haft áhrif á alþjóðasamfélagið, þá biðjum við um ykkar stuðning Auðmjúkir og til þjónustu reiðubúnir. Ef þið deilið þessari sýn með okkur, þá getum við látið þessa drauma verða að veruleika. Vinnum saman.“ Baldur Þórhallsson og Felix BergssonAðsend Í ræðu sinni fjallaði Baldur um hlutverk forseta og minntist á málskotsrétt hans. „Ef Alþingi fer af einhverjum orsökum fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum og þeim leikreglum sem við höfum haft í heiðri, þá verður forseti að vera tilbúinn að grípa inn og vísa málum beint til þjóðarinnar.“ Í þessu samhengi minntist Baldur á mál sem myndu takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. „Þetta hljómar kannski, sem betur fer, eins og fjarstæðukenndar kringumstæður hérna á Íslandi. En einmitt þetta höfum við því miður séð í auknum mæli gerast í löndum í okkar heimshluta,“ sagði Baldur. „Við megum því aldrei sofna á verðinum,“ bætti hann við. Jafnframt talaði hann um að forseti Íslands ætti að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum deilumála. Baldur hefur sem fræðimaður fjallað mikið um stöðu smáþjóða, og hann ræddi þær í ræðu sinni. „Við smíðum kannski ekki ísbrjóta eins og stórþjóðirnar sem kljúfa ísbreiðurnar fyrir norðan okkur, en ef við höfum vilja, kjark og þor til að láta í okkur heyra, og ef við vinnum heimavinnuna okkar vel og vandlega, þá getum við verið ísbrjótur í þeim málaflokkum sem við kjósum að leggja áherslu á.“ Framboð Baldurs hefur legið í loftinu undanfarnar vikur. Facebook-hópur þar sem Baldur og Felix voru hvattir til að fara fram var settur á laggirnar í upphafi mánaðar. Meðlimir hópsins eru sem sakir standa rúmlega átján þúsund. Stofnandi hópsins er náinn vinur hjónanna Gunnar Helgason, en hann er meðlimur tvíeykisins Gunna og Felix. Síðustu vikur hefur hann verið duglegur að hvetja Baldur til að bjóða sig fram. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifaði Gunnar í umræddan Facebook-hóp þann fjórða mars síðastliðinn. Baldur sem og Felix, höfðu þangað til í dag ekki viljað segja til um hvort þeir stefndu á Bessastaði. Heldur sögðust þeir vera að leggja við hlustir. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum,“ sagði Baldur í samtali við fréttastofu daginn eftir að Gunnar birti færslu sína. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Háskólar Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Munu leggja enn betur við hlustir „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. 5. mars 2024 10:42 Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Við getum ekki lengur setið hjá og láta hvatningarorð sem vind um eyru þjóta. Við ætlum að svara kallinu hátt og skýrt, og taka slaginn,“ sagði Baldur í ræðu á fundinum. Það var eiginmaður hans Felix Bergsson sem kynnti hann á svið. „Þetta er mín sýn, okkar sýn. Við höfum hlustað. Og svarið er já. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi,“ sagði Baldur. Fundurinn hófst á erindi fjölmiðlamannsins Felix Bergssonar, eiginmanns Baldurs.Vísir/Margrét „Ef þið trúið því að sveitastrákurinn frá Hellu, og bóndi hans, eigi erindi á Bessastaði, þá biðjum við um ykkar stuðning. Ef þið trúið því að forseti Íslands sé talsmaður þjóðarinnar, og að það sé ennþá svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar, þá biðjum við um ykkar stuðning.“ Baldur sagði að hann myndi sem forseti nýta dagskrárvaldið til fulls og forgangsraða mannréttindamálum og málefnum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu og málefnum barna og ungmenna. Hann sagðist ætla að vera forseti allra. „Ef þið trúið því að lítið og öflugt ríki eins og okkar geti tryggt hagsmuni sína og haft áhrif á alþjóðasamfélagið, þá biðjum við um ykkar stuðning Auðmjúkir og til þjónustu reiðubúnir. Ef þið deilið þessari sýn með okkur, þá getum við látið þessa drauma verða að veruleika. Vinnum saman.“ Baldur Þórhallsson og Felix BergssonAðsend Í ræðu sinni fjallaði Baldur um hlutverk forseta og minntist á málskotsrétt hans. „Ef Alþingi fer af einhverjum orsökum fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum og þeim leikreglum sem við höfum haft í heiðri, þá verður forseti að vera tilbúinn að grípa inn og vísa málum beint til þjóðarinnar.“ Í þessu samhengi minntist Baldur á mál sem myndu takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. „Þetta hljómar kannski, sem betur fer, eins og fjarstæðukenndar kringumstæður hérna á Íslandi. En einmitt þetta höfum við því miður séð í auknum mæli gerast í löndum í okkar heimshluta,“ sagði Baldur. „Við megum því aldrei sofna á verðinum,“ bætti hann við. Jafnframt talaði hann um að forseti Íslands ætti að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum deilumála. Baldur hefur sem fræðimaður fjallað mikið um stöðu smáþjóða, og hann ræddi þær í ræðu sinni. „Við smíðum kannski ekki ísbrjóta eins og stórþjóðirnar sem kljúfa ísbreiðurnar fyrir norðan okkur, en ef við höfum vilja, kjark og þor til að láta í okkur heyra, og ef við vinnum heimavinnuna okkar vel og vandlega, þá getum við verið ísbrjótur í þeim málaflokkum sem við kjósum að leggja áherslu á.“ Framboð Baldurs hefur legið í loftinu undanfarnar vikur. Facebook-hópur þar sem Baldur og Felix voru hvattir til að fara fram var settur á laggirnar í upphafi mánaðar. Meðlimir hópsins eru sem sakir standa rúmlega átján þúsund. Stofnandi hópsins er náinn vinur hjónanna Gunnar Helgason, en hann er meðlimur tvíeykisins Gunna og Felix. Síðustu vikur hefur hann verið duglegur að hvetja Baldur til að bjóða sig fram. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifaði Gunnar í umræddan Facebook-hóp þann fjórða mars síðastliðinn. Baldur sem og Felix, höfðu þangað til í dag ekki viljað segja til um hvort þeir stefndu á Bessastaði. Heldur sögðust þeir vera að leggja við hlustir. „Ég hef verið mjög feiminn gagnvart þessu. Ég var það líka fyrir átta árum og vísaði því strax frá mér þá. Ég er náttúrulega bara sveitastrákur og hafði ekki séð mig í þessu hlutverki. Við Felix höfum jú verið að berjast fyrir grundvallarmannréttindum okkar og það er ekki nema nýtilkomið að einhver gæti ímyndað sér að samkynhneigt par gæti sest að á Bessastöðum,“ sagði Baldur í samtali við fréttastofu daginn eftir að Gunnar birti færslu sína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Háskólar Tengdar fréttir Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28 Munu leggja enn betur við hlustir „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. 5. mars 2024 10:42 Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. 4. mars 2024 23:28
Munu leggja enn betur við hlustir „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. 5. mars 2024 10:42
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. 11. mars 2024 10:16