„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 14:02 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson vilja gera framboðið að sameiginlegu verkefni. Aðsend „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira