Rúmlega þrjátíu manns dregið forsetaframboðið til baka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2024 15:37 47 manns vilja komast á Bessastaði ef eitthvað er að marka undirskriftarsöfnun á vef Þjóðskrár. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem óvart hefur stofnað til meðmælasöfnunar vegna forsetakosninga í ár þegar ætlunin var að mæla með framboði. Alls hafa um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Landskjörstjórnar til Vísis. Tilefnið eru fréttir af því að hratt hafi fjölgað á lista yfir þá sem stofnað hafa til meðmælasöfnunar. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, var meðal þeirra sem bent hafa á að fólk hafi ratað á listann fyrir slysni. Gerðist það eftir að DV deildi hlekki sem vísaði inn á síðu Þjóðskrár þar sem hægt var að skrá sig fyrir meðmælendum. 47 nú en í heildina áttatíu „Okkur og Þjóðskrá Íslands hafa borist nokkur erindi um fólk sem hefur stofnað til meðmælasöfnunar en ætlað að mæla með framboði en þau eru ekki mjög mörg,“ segir í skriflegu svari frá landskjörstjórn. Þar segir ennfremur að alls hafi um áttatíu manns stofnað söfnun á einhverjum tímapunkti. Nú séu hinsvegar 47 að safna. „Þannig að einhverjir hafa dregið söfnunina til baka. Það er einfalt að hætta við söfnunina á Mínum síðum á Ísland.is.“ Séu sannarlega 47 að safna meðmælum vegna mögulegs forsetaframboðs er um að ræða metfjölda. Árið 2020 skráðu fjórir sig fyrir slíkri söfnun en árið 2016 voru þeir rúmlega tuttugu. Bent er á að framboðum sé ekki formlega skilað fyrr en 26. apríl. Þá fari landskjörstjórn yfir meðmælin og hver eru í kjöri.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20. mars 2024 19:12
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11