Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:01 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bíða gesta á hlaðinu á Bessastöðum. forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira