Liðin eru mætt í ARENA Gaming þar sem Stórmeistaramótið verður spilað um helgina ásamt því að hafa leikina í sýningu bæði kvöld. Fjörið hefst kl. 18:30 þegar Þórsarar mæta liði Sögu.
Seinni leikur undanúrslita hefst kl. 21:00, en NOCCO Dusty og Aurora keppa þar um að komast í úrslit.
Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports, Twitch-rás Rafíþróttasamtakanna eða í spilaranum hér fyrir neðan.