Átján ára og stefna langt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. mars 2024 14:00 Hópurinn á bak við lagið Ráðinn. Þeir voru að frumsýna tónlistarmyndband sem má sjá hér í pistlinum. Á myndinni eru Egill Airi Daníelsson, Maron Birnir Reynisson, Helgi Trausti Stefánsson, Lindi Banushi, Ívar Páll Arnarsson, Theodór Gísli Sigurgeirsson, Kristján Saenz, Tryggvi Þór Torfason, Stefán Logi Herrmannsson og Ísak Örn Friðriksson. Aðsend Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið, sem heitir Ráðinn: Klippa: Tónhylur Akademía, Helgi T, Maron Birnir & Egill Airi - RÁÐINN Byggja upp feril sinn og eru samtímis hluti af stærri hóp Ásamt strákunum koma Maron Birnir Reynisson, Helgi Trausti Stefánsson, Lindi Banushi, Ívar Páll Arnarsson, Theodór Gísli Sigurgeirsson, Kristján Saenz, Tryggvi Þór Torfason, Stefán Logi Herrmannsson og Ísak Örn Friðriksson fram í myndbandinu en allir tilheyra tónlistarakademíunni í Tónhyl. „Lagið kemur út undir nafninu Tónhylur Akademía sem er hópurinn í heild sinni en flytjendurnir eru líka skráðir fyrir laginu. Pælingin er að þannig geta þeir bæði byggt upp sinn eigin feril en um leið verið hluti af stærri hóp. Tónhylur gefur síðan út lagið og framleiðir myndbandið ásamt því að halda utan um hópinn og hjálpa þeim að koma sér á framfæri,“ segir í fréttatilkynningu frá Tónhyl. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Hafa aldrei fengið jafn góðar viðtökur Hugmyndin að laginu kviknaði uppi í stúdíói að sögn strákanna. „Helgi var búinn að gera viðlagið við annað lag og sendi það svo á Tryggva sem bjó til nýtt beat. Þá heyrðum við hinir það strax að þetta væri gott lag og byrjuðum að klára versin. Þetta er búið að ganga mjög vel, miklu betur en við bjuggumst við. Höfum aldrei fengið svona góðar viðtökur við lagi sem er auðvitað bara geggjað,“ segir Maron. Helgi Trausti segist hafa fengið innblástur úr skólanum: „Ég var að lesa einhverja bók í skólanum og í bókinni kom þessi setning um að einhver væri ekki með réttu ráði. Þá ákvað ég að búa til texta með þessum orðum og úr því kom textinn við lagið. Margir halda reyndar að textinn sé „er ekki með réttu ráðin“ og þaðan komi nafnið á laginu en það er misskilningur. Titill lagsins, Ráðinn, kom frá öðrum í hópnum en það þýðir víst að vera ákveðinn sem okkur fannst passa vel. Það er búið að vera frábært að sjá laginu ganga svona vel og ég gæti ekki verið sáttari.“ Egill Airi segist ekki hafa sótt innblástur í neitt ákveðið. „Ég bara hélt áfram að gera eitthvað þangað til mér fannst það fara að virka. Mér finnst frábært að lagið sé komið út og mér líður ekkert eðlilega vel með hvað það er að ganga vel.“ Strákarnir sendu sönginn svo yfir á Tryggva Þór pródúser. „Ég byrjaði síðan bara að fikta við að gera beat sem mér fannst passa. Síðan byggðist það bara upp með strákunum og við kláruðum lagið saman. Ég er sjúklega stoltur af þessu lagi og gaman að sjá að því gangi svona vel,“ segir Tryggvi Þór. Hér má sjá vel valdar myndir frá frumsýningarpartýinu sem haldið var í Smárabíói: Þeir Helgi, Maron og Tryggvi ásamt Þormóði.Aðsend Helgi T, Maron Birnir og Egill Airi gáfu lagið út í gegnum Tónhyl akademíu en hér eru þeir ásamt Kristjáni Sturlu hjá Tónhyl og fleirum. Aðsend Það var líf og fjör hjá fólkinu. Aðsend Aron Can lét sig ekki vanta og lumaði eflaust á góðum ráðum fyrir strákana. Aðsend Um 200 manns kíktu á frumsýninguna. Aðsend Strákarnir með ofurpródúsernum Þormóði. Aðsend Helgi Trausti og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Aðsend Strákarnir unnu lagið í gegnum Tónhyl. Aðsend Popp og kók er vinsælt kombó. Aðsend Aðsend Tónlist Samkvæmislífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið við lagið, sem heitir Ráðinn: Klippa: Tónhylur Akademía, Helgi T, Maron Birnir & Egill Airi - RÁÐINN Byggja upp feril sinn og eru samtímis hluti af stærri hóp Ásamt strákunum koma Maron Birnir Reynisson, Helgi Trausti Stefánsson, Lindi Banushi, Ívar Páll Arnarsson, Theodór Gísli Sigurgeirsson, Kristján Saenz, Tryggvi Þór Torfason, Stefán Logi Herrmannsson og Ísak Örn Friðriksson fram í myndbandinu en allir tilheyra tónlistarakademíunni í Tónhyl. „Lagið kemur út undir nafninu Tónhylur Akademía sem er hópurinn í heild sinni en flytjendurnir eru líka skráðir fyrir laginu. Pælingin er að þannig geta þeir bæði byggt upp sinn eigin feril en um leið verið hluti af stærri hóp. Tónhylur gefur síðan út lagið og framleiðir myndbandið ásamt því að halda utan um hópinn og hjálpa þeim að koma sér á framfæri,“ segir í fréttatilkynningu frá Tónhyl. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Hafa aldrei fengið jafn góðar viðtökur Hugmyndin að laginu kviknaði uppi í stúdíói að sögn strákanna. „Helgi var búinn að gera viðlagið við annað lag og sendi það svo á Tryggva sem bjó til nýtt beat. Þá heyrðum við hinir það strax að þetta væri gott lag og byrjuðum að klára versin. Þetta er búið að ganga mjög vel, miklu betur en við bjuggumst við. Höfum aldrei fengið svona góðar viðtökur við lagi sem er auðvitað bara geggjað,“ segir Maron. Helgi Trausti segist hafa fengið innblástur úr skólanum: „Ég var að lesa einhverja bók í skólanum og í bókinni kom þessi setning um að einhver væri ekki með réttu ráði. Þá ákvað ég að búa til texta með þessum orðum og úr því kom textinn við lagið. Margir halda reyndar að textinn sé „er ekki með réttu ráðin“ og þaðan komi nafnið á laginu en það er misskilningur. Titill lagsins, Ráðinn, kom frá öðrum í hópnum en það þýðir víst að vera ákveðinn sem okkur fannst passa vel. Það er búið að vera frábært að sjá laginu ganga svona vel og ég gæti ekki verið sáttari.“ Egill Airi segist ekki hafa sótt innblástur í neitt ákveðið. „Ég bara hélt áfram að gera eitthvað þangað til mér fannst það fara að virka. Mér finnst frábært að lagið sé komið út og mér líður ekkert eðlilega vel með hvað það er að ganga vel.“ Strákarnir sendu sönginn svo yfir á Tryggva Þór pródúser. „Ég byrjaði síðan bara að fikta við að gera beat sem mér fannst passa. Síðan byggðist það bara upp með strákunum og við kláruðum lagið saman. Ég er sjúklega stoltur af þessu lagi og gaman að sjá að því gangi svona vel,“ segir Tryggvi Þór. Hér má sjá vel valdar myndir frá frumsýningarpartýinu sem haldið var í Smárabíói: Þeir Helgi, Maron og Tryggvi ásamt Þormóði.Aðsend Helgi T, Maron Birnir og Egill Airi gáfu lagið út í gegnum Tónhyl akademíu en hér eru þeir ásamt Kristjáni Sturlu hjá Tónhyl og fleirum. Aðsend Það var líf og fjör hjá fólkinu. Aðsend Aron Can lét sig ekki vanta og lumaði eflaust á góðum ráðum fyrir strákana. Aðsend Um 200 manns kíktu á frumsýninguna. Aðsend Strákarnir með ofurpródúsernum Þormóði. Aðsend Helgi Trausti og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Aðsend Strákarnir unnu lagið í gegnum Tónhyl. Aðsend Popp og kók er vinsælt kombó. Aðsend Aðsend
Tónlist Samkvæmislífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira