Gistu tvær nætur í Madríd eftir ferð til Venesúela Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 13:32 Flóttamenn frá Venesúela mótmæla brottflutningi við Útlendingastofnun. vísir/vilhelm Kostnaður vegna fylgdar 180 Venesúela til síns heima var rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í bréfi til Allsherjar- og menntamálanefndar. Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Útlendingastofnun (ÚTL og embætti ríkislögreglustjóra (RLS), í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustöð Evrópu (Frontex) aðstoðuðu 15. nóvember 2023 alls 180 venesúelska ríkisborgara að snúa aftur til síns heima. Athygli vekur að samkvæmt ferðaáætlun gisti hópurinn tvær nætur í Madríd. Samkvæmt heimildum Vísis var þessi tilhögun höfð til að fá fólk til að leggja í hann. Kostnaður íslenskra stjórnvalda umfram hefðbundin laun starfsmanna voru dagpeningar uppá tvær milljónir króna, áætlunarflug frá Madríd til Keflavíkur sem voru rúmlega 900 þúsund krónur, rútuferðir 15. nóvember sem nam 360 þúsund krónum, flutningur farangurs fyrir farþegar til Keflavíkurflugvallar 14. nóvember 870 þúsund krónur, veitingar á Keflavíkurflugvelli sem voru 17.639 krónur. AF þessum kostnaði, sem var alls 4.108.687 krónur, endurgreiddi Frontex 2,5 milljónir. Fjöldi starfsfólks lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra aðila sem fylgdi Venesúelum á leiðarenda var nokkur eða 28 manns. Einn yfirmaður ferðarinnar frá RSL, fjórir lögreglufulltrúar frá RLS, einn lögreglufulltrúi og hjúkrunarfræðingur, einn lögreglufulltrúi og vettvangsliði, einn túlkur, einn upplýsingafulltrúi, tveir starfsmenn ÚTL, einn var frá Frontex auk mannréttindafulltrúa þaðan, fulltrúi flugvélamiðlarans og svo áhöfn vélarinnar sem voru 14 en öll voru þau spænskumælandi. Þann 11. mars hafa 269 ríkisborgarar Venesúela óskað eftir heimferð fyrir þá sem eru staddir hér á landi. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur til meðferðar 26 verkbeiðnir um flutning í fylgd lögreglu til Venesúela í ár en 800 mál einstaklinga frá Venesúela eru nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun og um 500 hjá kærunefnd útlendingamála. Undir þetta rita, fyrir hönd dómsmálaráðherra, þeir Gunnlaugur Geirsson og Arnar Sigurður Hauksson.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þrettán starfsmenn fylgdu um 180 Venesúelabúum heim Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex. 5. desember 2023 23:00