Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir HK 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið falli niður í Lengjudeildina eftir tveggja ára veru í efstu deild. HK fékk draumabyrjun á síðasta tímabili, vann Breiðablik í ótrúlegum leik í 1. umferð, 4-3, og eftir sjö umferðir var Kópavogsliðið komið með fjóra sigra, drifið áfram af Örvari Eggertssyni sem skoraði í fyrstu fjórum leikjunum. HK-ingar unnu hins vegar aðeins tvo af síðustu tuttugu leikjum sínum, síðasti sigurinn kom 9. ágúst og þeir voru nokkuð hætt komnir undir lokin. En HK hélt sér uppi og jafnaði besta árangur í sögu félagsins með því að enda í 9. sæti. HK-ingar afsönnuðu þar með hrakspár því fyrir síðasta tímabil var þeim alls staðar spáð neðsta sæti. Ómar Ingi Guðmundsson hefur náð fyrirtaks árangri með HK síðan hann tók við liðinu í byrjun sumars 2022.vísir/anton Það sama er uppi á teningnum í ár. Og ekki að ástæðulausu. Örvar er farinn sem og Anton Söjberg, Hassan Jalloh og Ahmad Faqa. Fjórir leikmenn sem voru í stórum hlutverkum eru því horfnir á braut og aðeins tveir komnir í staðinn, miðvörðurinn ungi Þorsteinn Aron Antonsson á láni frá Val og Viktor Helgi Benediktsson frá Færeyjum. Hrakspárnar skýrast líka af afleitu gengi í vetur. HK mistókst að vinna þrjú Lengjudeildarlið í Lengjubikarnum og vann aðeins einn keppnisleik á undirbúningstímabilinu, ef frá er talinn gefins sigur á Stjörnunni. grafík/gunnar tumi HK getur teflt fram fínu byrjunarliði en breiddin er lítil, sérstaklega í framlínunni þar sem treysta þarf á unga menn á borð við Birni Breka Burknason og Tuma Þorvarsson. Atli Hrafn Andrason þarf að fylgja eftir góðu tímabili 2023 og Marciano Aziz verður að gera miklu betur en hann gerði í fyrra. Miðjumennirnir Arnþór Ari Atlason og Atli Arnarson skila alltaf mörkum en HK þarf nauðsynlega á frekari liðsstyrk fram á við að halda. Mikil ábyrgð er á ungum herðum Þorsteins en hann nýtur stuðnings fyrirliðans og leikjahæsta leikmanns í sögu HK, Leifs Andra Leifssonar, í miðri vörninni. Birkir Valur Jónsson og Ívar Örn Jónsson eru svo á sínum stað í bakvörðunum og Arnar Freyr Ólafsson í markinu eins og síðustu ár. grafík/gunnar tumi Ómar Ingi Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með félagið sitt, komið því upp í efstu deild og haldið því þar. Og það yrði mikið afrek ef hann héldi HK uppi í ár, allavega miðað við stöðuna eins og hún er þegar þetta er skrifað. Miðað við hvernig síðasta tímabil endaði var ljóst að HK þyrfti að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Það hefur ekki verið gert. Þvert á móti; HK-liðið er talsvert veikara en í fyrra og félagið virðist ekki tilbúið að leggja mikið í hópinn til að HK leiki í Bestu deildinni 2025. Það er hægt að túlka það sem skynsemi í rekstri en líka hálfgerða uppgjöf. Leifur Andri Leifsson er á leið inn í sitt sextánda tímabil með HK.vísir/hulda margrét En HK afsannaði hrakspárnar í fyrra og ætla sér að gera það aftur í ár. Kjarninn í liðinu hefur verið lengi saman og fyrir utan framlínuna er reynslan í hópnum talsverð. Ungu mennirnir þurfa að springa út og ef einhver leikmenn detta inn fyrir mót er aldrei að vita. En vonin virðist veik. Besta deild karla HK Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir HK 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið falli niður í Lengjudeildina eftir tveggja ára veru í efstu deild. HK fékk draumabyrjun á síðasta tímabili, vann Breiðablik í ótrúlegum leik í 1. umferð, 4-3, og eftir sjö umferðir var Kópavogsliðið komið með fjóra sigra, drifið áfram af Örvari Eggertssyni sem skoraði í fyrstu fjórum leikjunum. HK-ingar unnu hins vegar aðeins tvo af síðustu tuttugu leikjum sínum, síðasti sigurinn kom 9. ágúst og þeir voru nokkuð hætt komnir undir lokin. En HK hélt sér uppi og jafnaði besta árangur í sögu félagsins með því að enda í 9. sæti. HK-ingar afsönnuðu þar með hrakspár því fyrir síðasta tímabil var þeim alls staðar spáð neðsta sæti. Ómar Ingi Guðmundsson hefur náð fyrirtaks árangri með HK síðan hann tók við liðinu í byrjun sumars 2022.vísir/anton Það sama er uppi á teningnum í ár. Og ekki að ástæðulausu. Örvar er farinn sem og Anton Söjberg, Hassan Jalloh og Ahmad Faqa. Fjórir leikmenn sem voru í stórum hlutverkum eru því horfnir á braut og aðeins tveir komnir í staðinn, miðvörðurinn ungi Þorsteinn Aron Antonsson á láni frá Val og Viktor Helgi Benediktsson frá Færeyjum. Hrakspárnar skýrast líka af afleitu gengi í vetur. HK mistókst að vinna þrjú Lengjudeildarlið í Lengjubikarnum og vann aðeins einn keppnisleik á undirbúningstímabilinu, ef frá er talinn gefins sigur á Stjörnunni. grafík/gunnar tumi HK getur teflt fram fínu byrjunarliði en breiddin er lítil, sérstaklega í framlínunni þar sem treysta þarf á unga menn á borð við Birni Breka Burknason og Tuma Þorvarsson. Atli Hrafn Andrason þarf að fylgja eftir góðu tímabili 2023 og Marciano Aziz verður að gera miklu betur en hann gerði í fyrra. Miðjumennirnir Arnþór Ari Atlason og Atli Arnarson skila alltaf mörkum en HK þarf nauðsynlega á frekari liðsstyrk fram á við að halda. Mikil ábyrgð er á ungum herðum Þorsteins en hann nýtur stuðnings fyrirliðans og leikjahæsta leikmanns í sögu HK, Leifs Andra Leifssonar, í miðri vörninni. Birkir Valur Jónsson og Ívar Örn Jónsson eru svo á sínum stað í bakvörðunum og Arnar Freyr Ólafsson í markinu eins og síðustu ár. grafík/gunnar tumi Ómar Ingi Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með félagið sitt, komið því upp í efstu deild og haldið því þar. Og það yrði mikið afrek ef hann héldi HK uppi í ár, allavega miðað við stöðuna eins og hún er þegar þetta er skrifað. Miðað við hvernig síðasta tímabil endaði var ljóst að HK þyrfti að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Það hefur ekki verið gert. Þvert á móti; HK-liðið er talsvert veikara en í fyrra og félagið virðist ekki tilbúið að leggja mikið í hópinn til að HK leiki í Bestu deildinni 2025. Það er hægt að túlka það sem skynsemi í rekstri en líka hálfgerða uppgjöf. Leifur Andri Leifsson er á leið inn í sitt sextánda tímabil með HK.vísir/hulda margrét En HK afsannaði hrakspárnar í fyrra og ætla sér að gera það aftur í ár. Kjarninn í liðinu hefur verið lengi saman og fyrir utan framlínuna er reynslan í hópnum talsverð. Ungu mennirnir þurfa að springa út og ef einhver leikmenn detta inn fyrir mót er aldrei að vita. En vonin virðist veik.