„Algjör synd ef þeir fengju stemninguna í byrjun ekki vestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 09:30 Það gæti skipt sköpum fyrir Vestra að komast sem fyrst á nýjan heimavöll sinn. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, segja nauðsynlegt fyrir Vestra, nýliðana í Bestu deild karla, að komast sem nýjan heimavöll sinn. Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira