Í þáttunum fær Magnea Björg Jónsdóttir tækifæri til þess að kynna áhorfendum fyrir hinum ýmsu farartækjum. Meðal annars munu áhorfendur fá að kynnast hraðskreiðustu bílum á Íslandi, glæsilegum fornbílum og breyttum fjallajeppum fyrir íslenskar aðstæður.
Þessi kappakstur var aftur á móti á frekar litlum bílum sem búið var að breyta umtalsvert og gera kraftmeiri. Viðureignin fór fram á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði en hér að neðan má sjá hvernig til tókst.