Telja að eldgosinu sé líklega að ljúka Lovísa Arnardóttir skrifar 31. mars 2024 15:49 Gervitunglamyndir teknar 30. mars, til vinstri, og 29. mars, til hægri, sýna mjög ólíka virkni. Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær. Þetta kemur fram í nýrri færslu á Facebook hjá Rannsóknareiningu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Þar segir að síðustu daga hafi verið góð veðurskilyrði fyrir gervitunglaathuganir og að í samanburði á myndum frá Sentinel megi sjá að dregið hefur úr hraunflæði nær gígunum. Þá hefur virkni í hraunbreiðunni dregist að Hagafelli. „,,,ennfremur þá verður gígur þrjú ekki eins greinilegur á mynd frá 29. mars,“ segir í færslunni en fram kom í fréttum í morgun að líklega sé slokknað í einum gígnum. Þeim syðsta og minnsta. Í færslu rannsóknareiningarinnar eru birtar fjórar myndir. Frá Sentinel sem teknar eru 27. og 29. mars og svo frá Landsat sem teknar eru 29 .mars og 30. Mars. „Heilt yfir dregur verulega úr varmaútgeislun frá frá eldstöðvunum á þessum eina sólarhring. Þetta kemur heim og saman við það sem sést á vefmyndavélum, en nyrsti gígurinn er sá eini sem er virkur að einhverju ráði í dag. Það dregur því nær endalokum þessa eldgos sem staðið hefur yfir í rétt rúmar 2 vikur,“ segir að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30. mars 2024 09:29 „Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29. mars 2024 14:27 Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu á Facebook hjá Rannsóknareiningu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Þar segir að síðustu daga hafi verið góð veðurskilyrði fyrir gervitunglaathuganir og að í samanburði á myndum frá Sentinel megi sjá að dregið hefur úr hraunflæði nær gígunum. Þá hefur virkni í hraunbreiðunni dregist að Hagafelli. „,,,ennfremur þá verður gígur þrjú ekki eins greinilegur á mynd frá 29. mars,“ segir í færslunni en fram kom í fréttum í morgun að líklega sé slokknað í einum gígnum. Þeim syðsta og minnsta. Í færslu rannsóknareiningarinnar eru birtar fjórar myndir. Frá Sentinel sem teknar eru 27. og 29. mars og svo frá Landsat sem teknar eru 29 .mars og 30. Mars. „Heilt yfir dregur verulega úr varmaútgeislun frá frá eldstöðvunum á þessum eina sólarhring. Þetta kemur heim og saman við það sem sést á vefmyndavélum, en nyrsti gígurinn er sá eini sem er virkur að einhverju ráði í dag. Það dregur því nær endalokum þessa eldgos sem staðið hefur yfir í rétt rúmar 2 vikur,“ segir að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30. mars 2024 09:29 „Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29. mars 2024 14:27 Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52
Náðu tökum á gróðureldum við gosstöðvar í gær Slökkviliðsmenn náðu að slökkva í gróðureldum sem blossuðu upp við gosstöðvarnar í gær. Slökkvilið frá Grindavík, Suðurnesjum og Árnessýslu voru við störf og verður áfram viðvera í dag. Mjög þurrt er á svæðinu og engin rigning í kortunum. 30. mars 2024 09:29
„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. 29. mars 2024 14:27
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47