„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. mars 2024 20:01 Bogi segir að skemmdirnar séu dýrar viðgerðar. Vísir/Steingrímur Dúi Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“ Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Heitt vatn fór af Reykjanesbæ 8. febrúar, þar sem hraunið rauf bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögn. Vatnið var komið aftur á öll hús í bænum fjórum dögum síðar. Skemmdirnar sem hér eru til umfjöllunar urðu á snjóbræðslulögnum í sameignartröppum fjölbýlishúsa. Íbúi í húsinu segir að tekið hafi að bera á skemmdunum um mánaðamótin. Pípulagningarmeistari sem hefur skoðað aðstæður segir ekki auðvelt að laga skemmdirnar. „Þú lagar ekki snjóbræðslu nema með því að brjóta upp tröppurnar,“ segir Bogi Sigurbjörn Kristjánsson pípulagningarmeistari. Þannig að íbúar koma til með að þurfa að fara í ansi stórtækar aðgerðir til að kippa þessu í liðinn? „Já, því miður.“ Notast við opin kerfi frekar en lokuð Ástæða skemmdanna er að sögn Boga sú að bræðslurnar séu á opnum kerfum í stað lokaðra kerfa með frostlegi. „Þar af leiðandi, þegar heita vatnið fer af, þá fer affallið af húsinu beint út í stéttina. En það náttúrulega stoppar, og þá frýs þetta í tröppunum.“ Skemmdir, eins og þær sem sjá má á í spilaranum hér að ofan, megi finna nokkuð víða í bænum, eða í minnst tíu fjölbýlishúsum. „Og eiginlega sorglegt frá því að segja. Mér finnst þetta snúa svolítið að þeim sem eru að byggja.“ Þó sé ekki óheimilt að hafa opin kerfi í mannvirkjum sem þessum. „Það er vissulega ekki í byggingarreglugerð, en þetta er svona common sense hjá pípurum,“ segir Bogi. Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar hefur sagt að tryggingin myndi ekki ná til tjóns sem yrði vegna skemmda á vatnslögnum í tengslum við eldgos, þar sem ekki væri um beint tjón að ræða. Bogi segir kostnað við að laga tjónið geta hlaupið á nokkrum milljónum, og lítið hægt að gera til að komast undan honum. „Það er annað hvort að rífa upp tröppurnar, eða bara leyfa þessu að vera.“
Reykjanesbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira