Hugsanleg framboðslén stofnuð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 08:47 Lénin katrinjakobs.is og hallahrund.is hafa verið stofnuð en enginn veit hvort um framboðssíður sé að ræða eða ekki. Vísir/Samsett Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira