Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 18:15 Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi og Miðflokksmaður í Grindavík, segir Grindvíkinga treysta sérfræðingum í blindni án þess að hugsa hlutina til enda og veltir fyrir sér hvort flótti úr bænum séu mistök. Vísir/Vilhelm/Miðflokkurinn Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur, skrifar pistilinn „Erum við að gera risastór mistök með Grindavík“ Facebook-síðu sinni. Þar veltir hann fyrir sér stöðu Grindavíkur og flótta fólks úr bænum vegna jarðhræringa og eldgosa á svæðinu og hvaða afleiðingar það hafi. Eldgosið sé að klárast, jarðkönnunarverkefnið komið langt á leið og samhliða því telur hann að það hefði átt að verið búið að hefja endurreisn bæjarins. Flóttinn úr bænum hefði sömuleiðis ekki verið jafn mikill ef íbúar væru betur upplýstir um stöðuna. Minna húsnæði taki við, þung húsnæðislán og aukinn kostnaður „Það sem er að gerast núna er að fólk flýr bæinn okkar í umvörpum vegna hræðslu við sprungur, hræðslu við verðfall á eignum sínum og barnafólk óttast skiljanlega að ekki verði skóli eða leikskóli fyrir börnin þeirra þar sem það er ekkert verið að vinna þessu samhliða að lagfæra skemmdir á götum, gangstéttum og opnum svæðum í Grindavík,“ skrifar hann í pistlinum. Það sem taki við bæjarbúum utan Grindavíkur sé minna húsnæði í flestum tilvikum. Fólk hendi húsgögnum sínum sem rýmist ekki í nýju húsnæði sem það hefði aldrei gert ef það hefði búið áfram í Grindavík. Svo taki við jafnvel tuttugu til þrjátíu milljón króna húsnæðislán og meiri kostnaður almennt fyrir fjölskylduna í bensín. Æfingagjöld aukist og annar kostnaður sem fylgi því að flytja á nýja stað vegna breyttra aðstæðna. Hús í Grindavík falli í verði þegar fólk flykkist þaðan og þjónusta skerðist. Samhliða þurfi fólk sem kaupir sér húsnæði að taka sér þung lán til langs tíma með vöxtum sem feli í sér kostnað sem sé fljótur að safnast upp. „Erum við of fljót á okkur í þessum uppkaupum?“ Gunnar segir að það séu ekki sex mánuðir liðnir frá tíunda nóvember og þegar séu 2/3 af þeim sem geta nýtt sér uppkaupsrétt á húsnæði sínu búnir að sækja um. Hann veltir fyrir sér hvort farið hafi verið of hratt í uppkaup á eignum. „Sumir sjá hag í því að gera það þar sem brunabótamat er mun hærra en verðmat á húsnæðinu þeirra. Aðrir eru bara alls ekki í það góðum málum,“ segir Gunnar í pistlinum. Sjálfur segist hann í góðum málum með sitt húsnæði og hann hafi engan áhuga á að flytja frá sínu samfélagi. Gunnar segist sjálfur ekki tilbúinn að tvístra samfélaginu til að bindast nýrra stærra samfélagi. Hann hafi ekki áhuga á samfélagi þar sem þurfi að skipuleggja vinahittinga barna með fyrirvara og fólk þurfi að læsa húsum sínum af því treysti ekki nágrannanum. Það heilli hann ekki. Sárt sé að horfa upp á íþróttafélögin og meðalstóru fyrirtækin leysast upp hægt meðan ekkert sé gert til uppbyggingar. Treystir ekki Þórkötlu eða nýrri ríkisstjórn „Hvað gerist í Grindavík á þessum þremur árum sem kauprétturinn er á okkar húsnæði? Auðvitað veit það enginn en atburður eins og 10. nóvember hefur 2500 ára endurkomutíma svo ekki þurfum við að hræðast slíkan atburð á okkar æviskeiði,“ segir Gunnar í pistlinum. Varnargarðar séu komnir í hæstu hæðir og segir hann Grindavík orðið best varða sveitarfélagið fyrir hrauni með þeim. Vinna við holrými og viðgerðir á skólum verði lokið á næstu mánuðum og þjónustuhúsnæðin verði áfram. á sínum stað. Þá telur hann að verðmæti húsnæðis muni ná sömu hæðum og það var 9. nóvember síðastliðinn á innan við tveimur árum. Gunnar segir ekki hægt að vita hvernig fasteignafélagið Þórkatla muni vinna með eignir Grindvíkinga og sölu á þeim þrátt fyrir loforð um gagnsæi. „Það verður ný ríkisstjórn komin á næsta ári sem tekur ákvörðun um framtíð þessa félags og loforð núverandi ríkisstjórnar farið. Við þekkjum söguna með Kadeco og Lundarhvolsmálin, „þetta er bara buisness!“,“ skrifar hann. Grinsvíkingar fylgi sérfræðingum í blindni Gunnar segir bæði íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast núna. Grindvíkingar treysti sérfræðingum og geri það sem þeim sé sagt án þess að hugsa afleiðingarnar til enda. Þá tiltekur Gunnar að hann fari oft sínar leiðir sjálfur. Hann sé til að mynda ekki sprautaður fyrir Covid af því hann vildi fylgjast afleiðingunum þrátt fyrir að „allir og amma þeirra“ hafi viljað taka yfir ákvörðunarrétt hans. Hann telji sig eins og þá vera að vinna sig í átt að réttri ákvörðun. „Við eigum 50 ára kaupstaða afmæli 10. apríl næstkomandi. Hvar viljum við halda uppá 60 ára kaupstaðaafmælið okkar? Viljum við ekki gera það í Grindavík? Ef staða ykkar verður betri við það að selja og fara frá Grindavík þá skil ég ykkur mjög vel. Það eru sumir sem vilja það og geta verið hvar sem er. Ég er ekki einn af þeim og vildi óska þess að fleiri væru eins þenkjandi,“ segir hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur, skrifar pistilinn „Erum við að gera risastór mistök með Grindavík“ Facebook-síðu sinni. Þar veltir hann fyrir sér stöðu Grindavíkur og flótta fólks úr bænum vegna jarðhræringa og eldgosa á svæðinu og hvaða afleiðingar það hafi. Eldgosið sé að klárast, jarðkönnunarverkefnið komið langt á leið og samhliða því telur hann að það hefði átt að verið búið að hefja endurreisn bæjarins. Flóttinn úr bænum hefði sömuleiðis ekki verið jafn mikill ef íbúar væru betur upplýstir um stöðuna. Minna húsnæði taki við, þung húsnæðislán og aukinn kostnaður „Það sem er að gerast núna er að fólk flýr bæinn okkar í umvörpum vegna hræðslu við sprungur, hræðslu við verðfall á eignum sínum og barnafólk óttast skiljanlega að ekki verði skóli eða leikskóli fyrir börnin þeirra þar sem það er ekkert verið að vinna þessu samhliða að lagfæra skemmdir á götum, gangstéttum og opnum svæðum í Grindavík,“ skrifar hann í pistlinum. Það sem taki við bæjarbúum utan Grindavíkur sé minna húsnæði í flestum tilvikum. Fólk hendi húsgögnum sínum sem rýmist ekki í nýju húsnæði sem það hefði aldrei gert ef það hefði búið áfram í Grindavík. Svo taki við jafnvel tuttugu til þrjátíu milljón króna húsnæðislán og meiri kostnaður almennt fyrir fjölskylduna í bensín. Æfingagjöld aukist og annar kostnaður sem fylgi því að flytja á nýja stað vegna breyttra aðstæðna. Hús í Grindavík falli í verði þegar fólk flykkist þaðan og þjónusta skerðist. Samhliða þurfi fólk sem kaupir sér húsnæði að taka sér þung lán til langs tíma með vöxtum sem feli í sér kostnað sem sé fljótur að safnast upp. „Erum við of fljót á okkur í þessum uppkaupum?“ Gunnar segir að það séu ekki sex mánuðir liðnir frá tíunda nóvember og þegar séu 2/3 af þeim sem geta nýtt sér uppkaupsrétt á húsnæði sínu búnir að sækja um. Hann veltir fyrir sér hvort farið hafi verið of hratt í uppkaup á eignum. „Sumir sjá hag í því að gera það þar sem brunabótamat er mun hærra en verðmat á húsnæðinu þeirra. Aðrir eru bara alls ekki í það góðum málum,“ segir Gunnar í pistlinum. Sjálfur segist hann í góðum málum með sitt húsnæði og hann hafi engan áhuga á að flytja frá sínu samfélagi. Gunnar segist sjálfur ekki tilbúinn að tvístra samfélaginu til að bindast nýrra stærra samfélagi. Hann hafi ekki áhuga á samfélagi þar sem þurfi að skipuleggja vinahittinga barna með fyrirvara og fólk þurfi að læsa húsum sínum af því treysti ekki nágrannanum. Það heilli hann ekki. Sárt sé að horfa upp á íþróttafélögin og meðalstóru fyrirtækin leysast upp hægt meðan ekkert sé gert til uppbyggingar. Treystir ekki Þórkötlu eða nýrri ríkisstjórn „Hvað gerist í Grindavík á þessum þremur árum sem kauprétturinn er á okkar húsnæði? Auðvitað veit það enginn en atburður eins og 10. nóvember hefur 2500 ára endurkomutíma svo ekki þurfum við að hræðast slíkan atburð á okkar æviskeiði,“ segir Gunnar í pistlinum. Varnargarðar séu komnir í hæstu hæðir og segir hann Grindavík orðið best varða sveitarfélagið fyrir hrauni með þeim. Vinna við holrými og viðgerðir á skólum verði lokið á næstu mánuðum og þjónustuhúsnæðin verði áfram. á sínum stað. Þá telur hann að verðmæti húsnæðis muni ná sömu hæðum og það var 9. nóvember síðastliðinn á innan við tveimur árum. Gunnar segir ekki hægt að vita hvernig fasteignafélagið Þórkatla muni vinna með eignir Grindvíkinga og sölu á þeim þrátt fyrir loforð um gagnsæi. „Það verður ný ríkisstjórn komin á næsta ári sem tekur ákvörðun um framtíð þessa félags og loforð núverandi ríkisstjórnar farið. Við þekkjum söguna með Kadeco og Lundarhvolsmálin, „þetta er bara buisness!“,“ skrifar hann. Grinsvíkingar fylgi sérfræðingum í blindni Gunnar segir bæði íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast núna. Grindvíkingar treysti sérfræðingum og geri það sem þeim sé sagt án þess að hugsa afleiðingarnar til enda. Þá tiltekur Gunnar að hann fari oft sínar leiðir sjálfur. Hann sé til að mynda ekki sprautaður fyrir Covid af því hann vildi fylgjast afleiðingunum þrátt fyrir að „allir og amma þeirra“ hafi viljað taka yfir ákvörðunarrétt hans. Hann telji sig eins og þá vera að vinna sig í átt að réttri ákvörðun. „Við eigum 50 ára kaupstaða afmæli 10. apríl næstkomandi. Hvar viljum við halda uppá 60 ára kaupstaðaafmælið okkar? Viljum við ekki gera það í Grindavík? Ef staða ykkar verður betri við það að selja og fara frá Grindavík þá skil ég ykkur mjög vel. Það eru sumir sem vilja það og geta verið hvar sem er. Ég er ekki einn af þeim og vildi óska þess að fleiri væru eins þenkjandi,“ segir hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira