Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en veginum var lokað í gær og þurftu vegfarendur að keyra um Tröllaskaga til að komast á milli landshluta. Ófærð og slæmt veður hafði þannig veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna um páskahelgina.
Á Vestfjörðum eru vegirnir um Dynjandisheiði og Þröskulda enn ófærir en unnið er að mokstri. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði, Ennishálsi og á Klettshálsi. Ófært er norður í Árneshrepp.
Á Norðurlandi er þæfingsfærð, snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Enn er ófært um Þverárfjall.
Á Austfjörðum er vegurinn um Fjarðarheiði lokaður.