Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2024 20:02 Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Skjáskot/Jón Gnarr Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. „Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira