Innlent

Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð.
Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Vísir/Vilhelm

Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu.

Að sögn Heiðu byrjaði undirskriftasöfnunin klukkan átta í kvöld, á sama tíma og Jón tilkynnti formlega um framboð sitt, og lauk 41 mínútu yfir níu.

Athygli vakti þegar það tók Baldur Þórhallsson, sem einnig býður sig fram, eina klukkustund og 43 mínútur að safna undirskriftunum, en Jón virðist hann hafa toppað þann tíma um tvær mínútur.

Skjáskot af vef Island.isAðsend

Safna þarf 1500 meðmælum en þó lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum. Þannig þarf 1233 undirskriftir úr Sunnlendingafjórðungi, 157 úr Norðlendingafjórðungi, 56 úr Vestfirðingafjórðungi og 54 úr Austfirðingafjórðungi.


Tengdar fréttir

Jón Gnarr ætlar á Bessastaði

Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld.

Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix

Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×