„Var hættur að horfa í spegil“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Árni var mest 130 kíló. Árni Björn Kristjánsson er í dag þriggja barna hamingjusamur faðir. En leiðin þangað var nokkuð erfið. „Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið í íþróttum en var frekar svona þybbið barn. Ég byrja í tennis þegar ég er tíu ára og fann mig þar. Ég var í því þangað til ég var um tvítugt og hætti þá bara alveg í íþróttum og í raun þá blés ég bara út eftir það,“ segir Árni og heldur áfram. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða og lifði bara frekar óheilbrigðum lífsstíl á þessum tíma og var orðinn 130 kíló. Þarna leið mér mjög illa. Ég fer til heimilislæknis og hún vildi fara setja mig á blóðþrýstingslyf. Hún sagði við mig þá að annað hvort þyrfti ég að fara á þessi lyf og vera á þeim það sem eftir er, eða ég þyrfti að taka mig á. Foreldrar mínir skilja þegar ég er í kringum 8, 9 eða 10 ára aldurinn og það sat í mér og ég hef alltaf leitað í mat sem mín svona dópamínfíkn og þarf alveg enn þann dag í dag að passa mig mjög mikið.“ Árni á góðri stundu með börnunum sínum. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki litið vel út á þessum tíma. „Ég var hættur að horfa í spegil. Þegar ég fór í sturtu, gerði ég allt til að sjá ekki í spegilinn og þurrkaði mér bara og fór í föt,“ segir Árni sem var á þessum tíma í sambandi með konu sem sleit því sambandi. „Það var rosalega erfitt en eftir á skil ég hana vel. Ég var ekkert að hugsa um sjálfan mig og það er erfitt að vera í sambandi með þannig manneskju.“ Í kjölfarið fór Árni í Crossfit og grenntist mikið. Hann segir að þá hafi honum farið að líða betur. En saga Árna er ekki búin þarna, og hægt er að sjá viðtal Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag við þennan sterka mann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Var hættur að horfa í spegil
Ísland í dag Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
„Ekki reyna að vera klettur og halda öllu inni“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá verða foreldrarnir að vera heilsuhraustir ef þeir ætla að sjá um þetta barn. Þannig að við setjum heilsuna okkar í forgang, alltaf,“ segir Árni Björn Kristjánsson, faðir langveikrar stúlku. 20. október 2020 08:01