Leggja til allt að níutíu milljónir í baráttunni við hjólreiðaþjófnað í Reykjavík Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 19:41 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur lagt til aðgerðir til að sporna við reiðhjólaþjófnaði. Áætlaður kostnaður aðgerðarinnar sem hópurinn leggur til er „gróft áætlaður“ 55 til níutíu milljónir króna. Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa
Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira