Hlær að sögusögnunum um eigin óléttu í Eyjahafi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:04 Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur embættis forseta Íslands. Vísir/Egill Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt. Una ræðir málið í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Una á langan feril að fjölmiðlum að baki, starfað á Morgunblaðinu, á Stöð 2 og starfað sem sérfræðingur fyrir NATO í Georgíu. Una segist fyrst hafa komið til Santorini þegar hún var átján ára gömul í útskriftarferð í MR. „Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó.“ Una segist daginn áður hafa gengið tíu kílómetra meðfram gígbarminum á ægifagri eldfjallaeyjunni og gapað yfir útsýninu. Í dag ætlaði hún í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því þannig hún hyggst eyða deginum í að slappa af á sundlaugarbakkanum. Má vel hlæja að sögusögnunum „Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf,“ skrifar Una. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhugun jafnvel þó algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á hennar aldri. Sig langi að gera margt annað við tíma sinn og pening. „En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“ Íslendingar erlendis Forseti Íslands Ástin og lífið Tímamót Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Una ræðir málið í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Una á langan feril að fjölmiðlum að baki, starfað á Morgunblaðinu, á Stöð 2 og starfað sem sérfræðingur fyrir NATO í Georgíu. Una segist fyrst hafa komið til Santorini þegar hún var átján ára gömul í útskriftarferð í MR. „Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó.“ Una segist daginn áður hafa gengið tíu kílómetra meðfram gígbarminum á ægifagri eldfjallaeyjunni og gapað yfir útsýninu. Í dag ætlaði hún í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því þannig hún hyggst eyða deginum í að slappa af á sundlaugarbakkanum. Má vel hlæja að sögusögnunum „Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf,“ skrifar Una. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhugun jafnvel þó algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á hennar aldri. Sig langi að gera margt annað við tíma sinn og pening. „En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“
Íslendingar erlendis Forseti Íslands Ástin og lífið Tímamót Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira