Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 00:09 Sigurvegarar kvöldsins fagna að keppni lokinni. Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Í fréttatilkynningu segir að fulltrúar alls 25 framhaldsskóla hafi stigið á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi fyrr í kvöld. Keppnin var haldin af Marinó Geir Lilliendahl í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema. Annað sæti hlaut Bára Katrín Jóhannsdóttir frá Verzlunarskóla Íslands. Bára söng lagið Gatnamót eftir Dóru og Döðlurnar. Í þriðja sæti var Jada Birna Long Guðnadóttir frá Menntaskólanum í Tónlist. Hún söng lagið Hero eftir Mariah Carey með nýjum íslenskum texta. Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Keppendur komu fram ásamt hljómsveit kvöldsins sem skipuð var af Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommum, Kjartani Baldurssyni á gítar, Valdimar Olgeirssyni á bassa og tónlistarstjóranum Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara. Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Framhaldsskólar Skagafjörður Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að fulltrúar alls 25 framhaldsskóla hafi stigið á svið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi fyrr í kvöld. Keppnin var haldin af Marinó Geir Lilliendahl í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema. Annað sæti hlaut Bára Katrín Jóhannsdóttir frá Verzlunarskóla Íslands. Bára söng lagið Gatnamót eftir Dóru og Döðlurnar. Í þriðja sæti var Jada Birna Long Guðnadóttir frá Menntaskólanum í Tónlist. Hún söng lagið Hero eftir Mariah Carey með nýjum íslenskum texta. Sigurvegarinn var valinn með símakosningu þar sem atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Ragnhildur Gísladóttir, Elín Sif Halldórsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson. Keppendur komu fram ásamt hljómsveit kvöldsins sem skipuð var af Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommum, Kjartani Baldurssyni á gítar, Valdimar Olgeirssyni á bassa og tónlistarstjóranum Ingvari Alfreðssyni hljómborðsleikara.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tónlist Framhaldsskólar Skagafjörður Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“