Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 22:30 Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira