Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:00 Yung Lean treður upp í Hörpu í október næstkomandi. Martin Philbey/WireImage Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu. Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira