Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 08:00 Friction spilar á Íslandi. Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. „Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Tónlist Dans Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Friction er búinn að vera einn af okkar uppáhalds tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Við höfum spilað mörg af hans lögum á okkar eigin klúbbakvöldum og því löngu tímabært að fá hann til landsins”, segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa og skipuleggjenda viðburðarins. Í tilkynningu frá Hausum kemur fram að undanfarna mánuði hafi Friction verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Ástralíu. Hann hefur komið reglulega fram á mörgum af stærstu hátíðum heims eins og Glastonbury, Creamfields, Rampage og Let It Roll. Hann kemur nú í fyrsta skipti fram á Íslandi. Friction hefur gefið út marga smelli eins og Your Love, Back to your roots og fleiri en einnig hefur hann endurhljóðblandað lög eftir Sam Smith, Fatboy Slim og Childish Gambino svo einhverjir séu nefndir. Hann sá um vikulegan útvarpsþátt á BBC Radio 1 í fjögur ár en fór svo að einbeita sér að plötuútgáfu. Sjálfur hefur hann gefið út tvær breiðskífur og rekur núna þrjú plötuútgáfufyrirtæki; Shogun Audio, Elevate Records og Maraki Records. „Ed er mjög spenntur að koma til landsins og ætlar að gefa sér tíma í að skoða náttúru Íslands,“ segir Bjarni. Drum&Bass í boði Hausa frá 2012 Ásamt Friction koma fram í maí fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben. Auk þeirra mun Tálsýn sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn og miðasölu má finna á midix.is. Frá árinu 2012 hafa Hausar haldið drum & bass klúbbakvöld í Reykjavík, spilað á stærstu tónlistarhátíðum á Íslandi eins og Iceland Airwaves, Sónar Reykjavík, Secret Solstice og stærri hátíðum erlendis eins og Let It Roll í Tékklandi. Útvarpsþátturinn Hausar var starfandi á Kiss FM frá 2014-2018 en er nú í formi hlaðvarps á Soundcloud og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Tónlist Dans Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira