Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2024 09:45 Pawel lýsir vorinu sem endalausri og vonlausri baráttu við veturinn og segir að sér finnist best að taka pásu frá áfengi á þessum tíma. Vísir/Arnar Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta. Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu þar sem Pawel slær á létta strengi. Hann segist vera kominn með tvær aukavinnur, hafa mætt í ræktina fimm daga vikunnar, fest upp ljós um alla íbúð, endurraðað hillum í stofunni, litaflokkað bækur og tekið til í geymslunni. Þá hefur hann líka stórbætt tíma sinn í að leysa rúbikskubb. Hann er líka langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun sem hann segist dunda sér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum sem hann hefur. „Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð - þetta gerðist!“ Vorið besti tíminn í þessa pásu „Ég geri þetta nú reglulega, mér finnst þetta hreinsandi og skemmtilegt. Þetta í rauninni einfaldar stundum lífið, sérstaklega ef maður er í svona opinberu starfi þar sem er mikið um að vera. Þetta breytir aðeins ryþmanum. Þannig þetta eru ekki viðbrögð við einhverjum skelli,“ segir Pawel hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segist hvetja fólk til að prófa þetta reglulega. Sjálfur segist hann þó ekki gera þetta á sumrin og þá ekki heldur yfir háveturinn. „Svo þegar maður fer til útlanda og sest á sólarströnd þá hef ég stundum gaman af því að vera í aðeins öðrum ham, að slappa af með einum köldum,“ segir Pawel. „Svo eru bara margir sem taka ákvörðun um að drekka ekki áfengi allt sitt líf og það er bara besta mál en ef maður er ekki alveg þar og finnst þetta stundum eitthvað sem kryddar lífið þá er það bara alveg sjálfsagt. Mér hefur fundist mánuður, kannski einn í viðbót, vera þannig að maður fái raunverulega tilfinningu fyrir breytingum og það kemur mér á óvart hvað það skapast mikill tími við þetta.“ Pawel segist taka sér slíka pásu í hið minnsta einu sinni á ári, svo stundum í aðdraganda hausts þegar vinna tekur við eftir sumarið. Það sé þó ekki fastmótað en Pawel gerir ekki eins og margir og tekur sér slíka pásu í janúar yfir háveturinn. „Af því að þá er stundum eitthvað við að vera og þá er stundum gaman að kíkja eitthvert og brjóta aðeins upp daginn. Þetta má ekki gerast á leiðinlegasta tímanum og ekki þegar veðrið er best. En þessar óvissuárstíðir á Íslandi, eins og vorið, það eru til dæmis ekki alvöru árstíðir heldur endalausar vonlausar baráttur við veturinn, þá finnst mér gaman að gefa mér smá auka tíma í mínu lífi fyrir eitthvað annað,“ segir Pawel léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið