Byggja þurfi upp örugga framtíð fyrir börnin í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 10. apríl 2024 13:49 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var í opinberri heimsókn í Grindavík í morgun, í tilefni af afmæli bæjarins. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnt að leita allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík geti snúið þangað aftur og litið glaðan dag. Grindvíkingar kunni vel að meta samhuginn sem þjóðin hefur sýnt undanfarna mánuði. Guðni var einn gesta á afmælishátíð Grindavíkur, sem fangar í dag hálfrar aldar afmæli kaupstaðarréttinda. Hann segist ekki geta lagt mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan jarðhræringar hófust í Grindavík á síðasta ári en að Grindvíkingar og þjóðin öll hafi sýnt mikinn kjark. „Við höfum sýnt þann kjark, við Íslendingar og fremstir allra í þeim flokki Grindvíkingar sjálfir. [Þeir] hafa sýnt æðruleysi, þrauseigju, þolgæði. Auðvitað hefur gripið um sig kvíði, angist, gremja, reiði. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til núna felast í því að við höfum þessa hárréttu blöndu af raunsæi og hugrekki sem fleytir okkur áfram og við gefumst ekki upp, leitum allra leiða,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Íslendingar sýnt hlýju og samkennd Það þurfi að gera til að tryggja fólkið í Grindavík og til að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta þeirra lífsgæða sem byggð hafa verið upp þar í bæ hörðum höndum. „Það var frábært að vera hérna, það getur verið frábært að vera hérna aftur. Það er skylda okkar allra í þessu landi að þau geti notið lífsgæða á pari við önnur ungmenn í þessu landi. Hvernig gerum við það? Vonandi snúa þau hingað sem það vilja og búa aftur í blómlegum bæ hér í Grindavík,“ segir Guðni. Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til með aðgerðir til handa Grindvíkingum? „Ég held að ef þú myndir spyrja Grindvíkinga sjálfa þá upp til hópa tel ég að fólk telji að það hafi verið þokkalega að verki staðið. Auðvitað má alltaf gera betur, auðvitað er fólk í ömurlegri stöðu og auðvitað verðum við alltaf að vera fús til að leita nýrra leiða ef nýrra leiða er þörf,“ segir Guðni. „En það sem ég finn þó hér er það að Grindvíkingar kunna að meta þann samhug og þá hlýju og samkennd sem við Íslendingar höfum sýnt. Eina nótt í nóvember í fyrra þurfti heilt bæjarfélag að hverfa á braut, íbúar í heilu bæjarfélagi urðu á svipstundu flóttafólk í eigin landi. Þetta tókumst við á við, þarna sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr og það höfum við gert áfram. Hér höfum við haft fólk sem hefur reist varnargarða, við höfum haft fólk sem hefu lagað vatnsleiðslur sem hafa brostið, við höfum haft fólk sem hefur lagt vegi yfir nýrunnið hraun. “ Lýjandi en spennandi að vera í kosningabaráttu Guðni lætur brátt af störfum sem forseti lýðveldisins en gengið verður til forsetakosninga 1. júní næstkomandi. Guðni óskar öllum frambjóðendum velfarnaðar á komandi vikum. Þegar þú lítur til baka, var þetta spennandi tímabil fyrir þig? „Já, það var það og lýjandi en svo þegar lokamarkinu var náð fann ég og hef fundið æ síðan hversu einstakur heiður er að gegna þessu embætti. Þegar að því kemur að ég líti um öxl verð ég fyrst og fremst fullur þakklætis, þakklætis í garð landsmanna, þakklætis í garð þessarar yndislegu þjóðar sem er svo sérstök að mörgu leyti,“ segir Guðni. Það sem mestu máli skipti sé að gera betur í dag en í gær. Það sé honum efst í huga, sérstaklega í Grindavík. „Ég hef farið á svo mög íþróttamót með krökkunum hérna, farið á svo marga viðburði. Þau hafa verið svo flott og það særir mig svo mikið, ef ég sé fram á það að þau muni ekki geta áfram notið þessara lífsgæða. ÞEss vegna finnst mér svo brýnt að við leitum allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík, ungmennin hér, fái litið glaðan dag eins og þau eru reynda rað gera núna. Við þurfum bara að hjálpa þeim.“ Grindavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Guðni var einn gesta á afmælishátíð Grindavíkur, sem fangar í dag hálfrar aldar afmæli kaupstaðarréttinda. Hann segist ekki geta lagt mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan jarðhræringar hófust í Grindavík á síðasta ári en að Grindvíkingar og þjóðin öll hafi sýnt mikinn kjark. „Við höfum sýnt þann kjark, við Íslendingar og fremstir allra í þeim flokki Grindvíkingar sjálfir. [Þeir] hafa sýnt æðruleysi, þrauseigju, þolgæði. Auðvitað hefur gripið um sig kvíði, angist, gremja, reiði. Þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til núna felast í því að við höfum þessa hárréttu blöndu af raunsæi og hugrekki sem fleytir okkur áfram og við gefumst ekki upp, leitum allra leiða,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Íslendingar sýnt hlýju og samkennd Það þurfi að gera til að tryggja fólkið í Grindavík og til að tryggja að næstu kynslóðir fái að njóta þeirra lífsgæða sem byggð hafa verið upp þar í bæ hörðum höndum. „Það var frábært að vera hérna, það getur verið frábært að vera hérna aftur. Það er skylda okkar allra í þessu landi að þau geti notið lífsgæða á pari við önnur ungmenn í þessu landi. Hvernig gerum við það? Vonandi snúa þau hingað sem það vilja og búa aftur í blómlegum bæ hér í Grindavík,“ segir Guðni. Hvernig finnst þér hafa gengið hingað til með aðgerðir til handa Grindvíkingum? „Ég held að ef þú myndir spyrja Grindvíkinga sjálfa þá upp til hópa tel ég að fólk telji að það hafi verið þokkalega að verki staðið. Auðvitað má alltaf gera betur, auðvitað er fólk í ömurlegri stöðu og auðvitað verðum við alltaf að vera fús til að leita nýrra leiða ef nýrra leiða er þörf,“ segir Guðni. „En það sem ég finn þó hér er það að Grindvíkingar kunna að meta þann samhug og þá hlýju og samkennd sem við Íslendingar höfum sýnt. Eina nótt í nóvember í fyrra þurfti heilt bæjarfélag að hverfa á braut, íbúar í heilu bæjarfélagi urðu á svipstundu flóttafólk í eigin landi. Þetta tókumst við á við, þarna sýndum við svo sannarlega hvað í okkur býr og það höfum við gert áfram. Hér höfum við haft fólk sem hefur reist varnargarða, við höfum haft fólk sem hefu lagað vatnsleiðslur sem hafa brostið, við höfum haft fólk sem hefur lagt vegi yfir nýrunnið hraun. “ Lýjandi en spennandi að vera í kosningabaráttu Guðni lætur brátt af störfum sem forseti lýðveldisins en gengið verður til forsetakosninga 1. júní næstkomandi. Guðni óskar öllum frambjóðendum velfarnaðar á komandi vikum. Þegar þú lítur til baka, var þetta spennandi tímabil fyrir þig? „Já, það var það og lýjandi en svo þegar lokamarkinu var náð fann ég og hef fundið æ síðan hversu einstakur heiður er að gegna þessu embætti. Þegar að því kemur að ég líti um öxl verð ég fyrst og fremst fullur þakklætis, þakklætis í garð landsmanna, þakklætis í garð þessarar yndislegu þjóðar sem er svo sérstök að mörgu leyti,“ segir Guðni. Það sem mestu máli skipti sé að gera betur í dag en í gær. Það sé honum efst í huga, sérstaklega í Grindavík. „Ég hef farið á svo mög íþróttamót með krökkunum hérna, farið á svo marga viðburði. Þau hafa verið svo flott og það særir mig svo mikið, ef ég sé fram á það að þau muni ekki geta áfram notið þessara lífsgæða. ÞEss vegna finnst mér svo brýnt að við leitum allra leiða til að tryggja að börnin í Grindavík, ungmennin hér, fái litið glaðan dag eins og þau eru reynda rað gera núna. Við þurfum bara að hjálpa þeim.“
Grindavík Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira