Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 12:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sinn annan fyrsta dag í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira