Júlíus Viggó var fyrst kjörinn formaður Heimdallar í fyrra þegar hann hafði betur gegn Páli Orra Pálssyni. Júlíus tók þá við embætti af Gunnari Smára Þorsteinssyni, lögfræðingi.
Júlíus hefur einnig verið virkur innan Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, sem náði nýlega naumum meirihluta í Stúdentaráði. Júlíus er í fyrsta sæti Vöku á félagsvísindasviði og er nokkur skörun á stjórn Heimdallar og fulltrúalista Vöku.
Ný stjórn Heimdallar fyrir starfsárið 2024-2025 er eftirfarandi:
- Formaður, Júlíus Viggó Ólafsson, hagfræðinemi
- Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi
- Oddur Stefánsson, viðskiptafræðingur
- Arent Orri J. Claessen, laganemi
- Daníel Hjörvar Guðmundsson, laganemi
- Kristín Alda Jörgensdóttir, íþróttakona
- Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi
- Erling Edwald, framhaldsskólanemi
- Pétur Melax, hagfræðingur
- Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, laganemi
- Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi
- Brynhildur Glúmsdóttir, framhaldsskólanemi
- Stephanie Sara Drífudóttir, laganemi
- Oliver Einar Norquist, framhaldsskólanemi
- Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, íþróttakona
- Magnús Daði Eyjólfsson, viðskiptafræðingur
- Alda María Þórðardóttir, hagfræðinemi
- Geir Zoëga, viðskiptafræðingur