„Heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. apríl 2024 10:57 Bergrún Íris Sævarsdóttir talaði opinskátt um lífið án áfengis í Bítinu á Bylgjunni í nóvember í fyrra. Bergrún Íris Bergrún Íris Sævarsdóttir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið. „Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Ég er eins árs í dag! Að baki er heilt ár af því að upplifa lífið án deyfingar. Tólf mánuðir þar sem ég leyfði mér að fara alla leið niður en fékk líka að komast alla leið upp. Það er ekki auðvelt að fara í fyrsta sinn í gegnum tilfinningar án þess að styðjast við hækju í vökvaformi,“ skrifar Bergrún Íris í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Sjálfsvinna og sjálfsást leiðin að bata „Ég tíndi upp úr öllum skúffum minningar og áföll, sorteraði og fór í gegnum það sem ég hef burðast með, valdi hverju skyldi halda og hverju sleppa takinu af. Ég hef unnið alls kyns verðlaun í gegnum árin en það að hætta að drekka og lifa í bata er stærsti sigurinn og það sem ég er hvað stoltust af. Verkefninu er ekki lokið, ég tekst á við einn dag í einu og þigg þá hjálp sem er í boði,“ segir Bergrún. „Alkahólismi er miklu flóknari sjúkdómur en svo að kona leggi bara frá sér glasið, en það er ómetanlegt að vita að enginn þarf að standa í þessu einn með sjálfum sér. Ef einhver er forvitin/nn/ð og vill byrja að kynna sér áfengislausan lífsstíl þá eru til alls kyns góðar bækur og hlaðvörp, öpp og fleira, en fyrir mig virkaði best að tala við fólk sem hefur upplifað það sama og ég. Þannig gat ég tekið fyrsta skrefið, og svo það næsta og þarnæsta.“ Hún segir að ferðalagið snúist minnst um áfengi. Það snúist mest um djúpa sjálfsvinnu og það að læra að elska sjálfa sig, allsgáð, með öllum sínum eiginleikum. Hún segir skrefin ekki hafa verið auðveld en þau séu stór og í rétta átt. Mamma ekki lengur þreytt Bergrún talaði opinskátt um ákvörðun sína um að hætta drekka í Bítínu á Bylgjunni í nóvember fyrra. þar sem hún meðal annar frá því að börnin hennar hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ „Þannig, hlustum á börnin.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Áfengi og tóbak Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Tengdar fréttir Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Bergrún Íris og Kolbrún nýtt par: „Soldið mikið skotin í þessari dásemd“ Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur fundið ástina í örmum Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. 23. desember 2023 14:36