„Minn tími er ekki búinn“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 12:30 Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að hvergi væri betra að búa en á Íslandi sem væri mesta lýðræðisríki heims. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira