„Stundum þarf enga bévítans heimild“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2024 14:28 Forsetahjónin veittu verðlaun fyrir heimildamynd ársins á Eddunni í gær. Þetta var í síðasta sinn í forsetatíð Guðna sem þau veita verðlaunin. Skjáskot/Rúv Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. „Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun. Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
„Þú ert mjög alvarlegur á svipinn, Guðni,“ sagði Eliza þegar þau stigu á svið. „Þetta er ekkert grín,“ svaraði Guðni á léttu nótunum og hóf svo ræðu sína um mikilvægi heimilda. Heimild hefur ólíkar merkingar. Hefurðu heimild? Hefurðu eitthvað fyrir þér? Þá benti hann á að í heimildamyndum mætti ekki segja ósatt. „Það má ekki ljúga. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum. En svo hins vegar, hefurðu heimild? Þá er einhver búinn að leyfa þér…." Á þessum tímapunkti greip Eliza inn í. „Ég skil ekki neitt hvað þú ert að segja.“ Þú ert skemmtilegri heima á laugardagskvöldum, yfirleitt Guðni virtist taka þessu sem ábendingu um að stytta mál sitt. „Punkturinn er þessi, stundum þarf enga bévítans heimild til að búa til heimildamynd nema hafa heimildina, semsagt efniviðinn. En stundum þarftu að segja „ég hef enga heimild til að búa til þessa heimildamynd en mér er alveg sama.“ Það þarf hugrekki til að búa til alvöru heimildamynd.“ Hlutu standandi lófaklapp Því næst las Eliza upp tilnefningarnar og forsetahjónin veittu verðlaunin fyrir heimildamynd ársins, en það var myndin Smoke Sauna and Sisterhood eftir eistnesku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Hints sem hlaut Edduna. Tilnefningarnar í flokknum heimildamynd ársins. Eftir verðlaunaafhendinguna notaði Guðni tækifærið og þakkaði fyrir stuðning og hlýju undanfarin ár. Hann sagði það hafa verið einstök forréttindi að fá að fylgjast með íslenskri menningu og mannlífi blómstra. Áhorfendur stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Guðna og Elizu, en þetta var í síðasta sinn á hans forsetatíð sem þau veittu Edduverðlaun.
Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Edduverðlaunin Tengdar fréttir Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09 Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31 Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins. 14. apríl 2024 08:09
Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. 16. febrúar 2024 14:31