Mikill kálfadauði veldur kúabændum áhyggjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2024 16:05 Að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðunautar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafa síðustu mánuði unnið að innleiðingu nýs kynbótamats sem vonir standa til að muni hjálpa íslenskum bændum í baráttunni við of mikinn kálfadauða, en um 17% af þeim 26 til 27 þúsund kálfum, sem fæðast árlega koma dauðir í heiminn, sem þýðir 4.500 til 4.600 kálfar á ári. Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.” Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Á fagundi nautgriparæktarinnar, sem haldinn var á Hvanneyri nýlega voru mörg áhugaverð erindi flutt en meðal frummælenda var Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmistöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt. Hún byrjaði erindið að lýsa viðvarandi vandamáli í nautgriparæktinni, sem er of mikill kálfadauði, sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum. „Og að jafnaði fæðast bara 70 til 75% kálfa lifandi við fyrsta burð mæðra sinna en hjá eldri kúm er hlutfallið um 90% kálfa, sem fæðast lifandi. Og það þýðir að af um 26 til 27 þúsund íslenskum kálfum, sem fæðast árlega þá eru upp undir 4.500 til 4.600 kálfar, sem eru skráðir dauðfæddir eða skráð að þeir hafi drepist, sem er u17% af heildarhlutanum,” segir Þórdís. Mikill kálfadauði á Íslandi veldur kúabændum áhyggjum, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórdís segir að þetta sé allt of mikið en skýringarnar geta verið röng fóðrun kvígnanna fyrir burð og að þær séu t.d. of feitar þegar kemur að burðinum. Einnig að kálfurinn sé of stór þegar kemur að burði, sem gæti tengst bæði fóðrun móður en einnig erfðaþáttum og ætterni kálfsins. En í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar frá 2021 sem fjallar um kálfadauða eru nefndar ýmsar orsakir og tillögur að umbótum. Þórdís Þórarinsdóttir,ráðunautur í búfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem fjallaði um nýtt kynbótamat, sem snýr að „Lifun kálfa“ í íslenskri nautgriparækt á fagfundi nautgriparæktarinnar á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þá eru svona helstu ályktanir að með góðri bústjórn þá má minnka kálfadauða verulega, meðal annars þá með góðri fóðrun og umhirðu að sjálfsögðu og einnig kemur fram í skýrslunni að gott eftirlit og að bændur þekki væntanlega burðardagsetningu geti minnkað tíðni kálfadauða umtalsvert. Og svo get ég lika nefnt að það er verið að kanna hvort við séum að eiga við einhvern óþekktan erfðagalla, sem getur þá valdið einhverjum hluta af þessu háa hlutfalli,” segir Þórdís og bætir við. „Við vonum að nýja kynbótamatið fyrir tvo eiginleika, sem kallast „Lifun kálfa” og „Gangur burðar” muni hjálpi bændum og stjórnendum kynbótastarfsins við að auka tíðni lifandi fæddra kálfa, sérstaklega við fyrsta burð.”
Borgarbyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira