Mosfellsbær kom út í plús Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 17:44 Íbúar Mosfellsbæjar eru rúmlega þrettán þúsund talsins og gera sveitarfélagið það sjöunda fjölmennasta á landinu. Vísir/Vilhelm Afgangur af rekstri Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 nam 341 milljón króna. Þetta kom í ljós í dag þegar ársreikningur var lagður fram á fundi bæjarráðs. Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að reksturinn sé í góðu samræmi við fjárhagsáætlun en árið hafi einkennst af miklum framkvæmdum, meðal annars byggingu nýs leikskóla, endurbótum á Kvíslarskóla, byggingu íþróttahúss og gatnagerð. Þá hafi Mosfellsbær tekið yfir rekstur Skálatúns, heimilis fyrir fatlaða íbúa, þann 1. júlí 2023 en á Skálatúni búa 32 íbúar og starfsmenn eru 110 í 70 stöðugildum. Tekjur ársins námu alls 20.305 milljónum, launakostnaður 9.466 milljónum, hækkun lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum og annar rekstrarkostnaður var 7.721 milljónir og nemur framlegð því 2.684 milljónum. Afskriftir voru 590 milljónir og nam rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 2.095 milljónum. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.733 milljónum og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 341 milljón. Veltufé frá rekstri var 1.935 milljónir eða 9,5% af tekjum. Mestu varið í fræðslu- og uppeldismál Eigið fé í árslok nam 7.757 milljónum og eiginfjárhlutfallið er 24,3%. Skuldaviðmið er 94,5% og er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Kostnaður vegna verðbóta nam 1.285 milljónum eða 330 milljónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá nam kostnaður vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga 433 milljónum. Íbúar Mosfellsbæjar voru 13.403 þann 1. janúar 2024. Mosfellsbær er sem fyrr sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins og þar störfuðu 945 starfsmenn í 782 stöðugildum í árslok 2023. Þá segir að fræðslu- og uppeldismál séu umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 8.066 milljónum eða 51,5% skatttekna. Til félagsþjónustu hafi verið veittar 3.434 milljónir eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Íþrótta- og tómstundarmál eru þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.722 milljónum eða 10,9% skatttekna. Sýni sterka stöðu sveitarfélagsins Í tilkynningu segir að ársreikningurinn verði tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 24. apríl 2024 og gert sé ráð fyrir því að seinni umræða í bæjarstjórn fari fram þann 8. maí. „Ársreikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins en skuldaviðmiðið er að lækka úr 104,4 % í 94,5 % á milli ára. Á sama tíma erum við vissulega að kljást við verðbólgu og háa vexti sem er áskorun fyrir sveitarfélag í örum vexti. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og við erum með einna lægstu gjöldin þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur,“ er haft eftir Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira