Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verði í sama sæti og á síðasta tímabili. Blikar misstu af Evrópusæti 2022 og lentu svo í hremmingum á síðasta tímabili. Ásmundur Arnarsson var látinn taka pokann sinn í lok ágúst og við tók nokkurra manna teymi. Því tókst að landa 2. sætinu með því að vinna síðustu þrjá leikina. Blikar voru þó annað árið í röð aldrei líklegir til að verða Íslandsmeistarar. Við svoleiðis ástand er ekki unað í Smáranum. Nik Chamberlain, sem hafði náð flottum árangri með Þrótt var ráðinn þjálfari Breiðabliks og hann er nú mættur með tígulmiðjuna sína í Kópavoginn. Eins og hjá Þrótti verður Edda Garðarsdóttir honum til halds og trausts. grafík/bjarki Breiðablik hefur ekki bara fengið nýjan þjálfara heldur einnig nokkra nýja og öfluga leikmenn. Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fylgdi Nik frá Þrótti, varnarmaðurinn efnilegi Jakobína Hjörvarsdóttir kom frá Þór/KA, Barbára Sól Gísladóttir frá Selfossi, Heiða Ragney Viðarsdóttir frá Stjörnunni og svo finnski bakvörðurinn Anna Nurmi frá Åland United í heimalandinu. Blikar hafa vissulega misst landsliðskonuna Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur til Danmerkur en þeir virðast mun sterkari en á síðasta tímabili. Og tilbúnir að veita Val alvöru samkeppni um titilinn. grafík/bjarki Það er þó nokkrum spurningum ósvarað og þær snúa helst að varnarleiknum sem hefur verið Akkilesarhæll Breiðabliks undanfarin ár. Í fyrra skoraði liðið aðeins tveimur mörkum minna en Valur en fékk á sig níu fleiri mörk. Nik hefur prófað fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur í miðri vörninni og áhugavert verður að sjá hvernig hún spjarar sig þar. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Þá er Agla María Albertsdóttir í svo að segja nýrri stöðu á tígulmiðju Niks. Hann ætti þó varla að þurfa að hafa miklar áhyggjur af sókninni enda valin kona í hverju rúmi þar. Auk Öglu Maríu og Ólafar Sigríðar getur Nik valið úr leikmönnum á borð við Katrínu Ásbjörnsdóttur, Birtu Georgsdóttur, Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur og Andreu Rut Bjarnadóttur. Ekki amaleg sóknarvopn sem Blikar hafa innan sinna raða. Lykilmenn Ásta Eir Árnadóttir, 30 ára varnarmaður Agla María Albertsdóttir, 24 ára sóknarmaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 31 árs sóknarmaður Fylgist með Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir gæti sprungið út hjá Breiðabliki í sumar. Þessi sautján ára miðjumaður fékk nasaþefinn af Blikaliðinu í fyrra og lék hverja einustu mínútu í Lengjubikarnum. Hrafnhildur fær væntanlega drjúgan spiltíma í sumar. Hún hefur leikið 32 leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Í besta/versta falli Ef Nik nær að finna jafnvægi milli varnar og sóknar og Blikar fækka mörkunum sem þeir fá á sig eru þeir fullfærir um að berjast við Valskonur um titilinn og gætu unnið hann í fyrsta sinn frá 2020. Í versta falli verður Breiðablik í 2. sæti annað árið í röð. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum í dag, sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verði í sama sæti og á síðasta tímabili. Blikar misstu af Evrópusæti 2022 og lentu svo í hremmingum á síðasta tímabili. Ásmundur Arnarsson var látinn taka pokann sinn í lok ágúst og við tók nokkurra manna teymi. Því tókst að landa 2. sætinu með því að vinna síðustu þrjá leikina. Blikar voru þó annað árið í röð aldrei líklegir til að verða Íslandsmeistarar. Við svoleiðis ástand er ekki unað í Smáranum. Nik Chamberlain, sem hafði náð flottum árangri með Þrótt var ráðinn þjálfari Breiðabliks og hann er nú mættur með tígulmiðjuna sína í Kópavoginn. Eins og hjá Þrótti verður Edda Garðarsdóttir honum til halds og trausts. grafík/bjarki Breiðablik hefur ekki bara fengið nýjan þjálfara heldur einnig nokkra nýja og öfluga leikmenn. Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fylgdi Nik frá Þrótti, varnarmaðurinn efnilegi Jakobína Hjörvarsdóttir kom frá Þór/KA, Barbára Sól Gísladóttir frá Selfossi, Heiða Ragney Viðarsdóttir frá Stjörnunni og svo finnski bakvörðurinn Anna Nurmi frá Åland United í heimalandinu. Blikar hafa vissulega misst landsliðskonuna Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur til Danmerkur en þeir virðast mun sterkari en á síðasta tímabili. Og tilbúnir að veita Val alvöru samkeppni um titilinn. grafík/bjarki Það er þó nokkrum spurningum ósvarað og þær snúa helst að varnarleiknum sem hefur verið Akkilesarhæll Breiðabliks undanfarin ár. Í fyrra skoraði liðið aðeins tveimur mörkum minna en Valur en fékk á sig níu fleiri mörk. Nik hefur prófað fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur í miðri vörninni og áhugavert verður að sjá hvernig hún spjarar sig þar. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Þá er Agla María Albertsdóttir í svo að segja nýrri stöðu á tígulmiðju Niks. Hann ætti þó varla að þurfa að hafa miklar áhyggjur af sókninni enda valin kona í hverju rúmi þar. Auk Öglu Maríu og Ólafar Sigríðar getur Nik valið úr leikmönnum á borð við Katrínu Ásbjörnsdóttur, Birtu Georgsdóttur, Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur og Andreu Rut Bjarnadóttur. Ekki amaleg sóknarvopn sem Blikar hafa innan sinna raða. Lykilmenn Ásta Eir Árnadóttir, 30 ára varnarmaður Agla María Albertsdóttir, 24 ára sóknarmaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 31 árs sóknarmaður Fylgist með Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir gæti sprungið út hjá Breiðabliki í sumar. Þessi sautján ára miðjumaður fékk nasaþefinn af Blikaliðinu í fyrra og lék hverja einustu mínútu í Lengjubikarnum. Hrafnhildur fær væntanlega drjúgan spiltíma í sumar. Hún hefur leikið 32 leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Í besta/versta falli Ef Nik nær að finna jafnvægi milli varnar og sóknar og Blikar fækka mörkunum sem þeir fá á sig eru þeir fullfærir um að berjast við Valskonur um titilinn og gætu unnið hann í fyrsta sinn frá 2020. Í versta falli verður Breiðablik í 2. sæti annað árið í röð.
Ásta Eir Árnadóttir, 30 ára varnarmaður Agla María Albertsdóttir, 24 ára sóknarmaður Katrín Ásbjörnsdóttir, 31 árs sóknarmaður