Verðhækkanir á húsnæði framundan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 20:30 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir samdrátt í uppbyggingu á húsnæði sem muni hækka verð á næstu misserum. Vísir/Einar Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07