„Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:52 Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks. vísir/arnar Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30