„Það má segja að þetta sé í raun sorg og uppgjör“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. apríl 2024 10:30 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro hefur notið vinsælda undanfarna áratugi. Hann gefur út sína þriðju plötu sem heitir Refur í vor. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro gaf út lagið Ský á miðnætti sem er önnur smáskífan af tilvonandi plötu hans Refur sem kemur út á vormánuðum. Hann segir lagið vera dramatískt popplag sem flestir ættu að geta tengt við. „Lagið er samið um tvær sögur sem fléttast saman í eitt. Fyrri hlutinn er um brostna vináttu og sá seinni um ástarmóment sem hvarf. Það má segja að þetta sé í raun sorg og uppgjör,“ segir Logi: „Ég hef alltaf verið frekar dramatískur poppari í mínum lagasmíðum og er þetta eiginleg framhald af því. Það er svo auðvelt að semja um þessar tilfinningar sem snerta okkur á þennan hátt. Þetta eru hálfgjör ljóð sem maður grípur úr samtímanum og leikur sér síðan með.“ Hér má heyra lagið hans Ský: Klippa: Ský - Logi Pedro Ský er fyrsta lag plötunnar Refur sem kemur út á vormánuðum. Með honum á plötunni eru tónlistarmenn í fremstu röð, GDRN, Huginn og Flóni, og bætast enn fleiri við flóruna á næstunni. Logi Pedro hefur notið vinsælda undanfarna áratugi sem tónlistarmaður bæði í hljómsveitunum Retro Stefson, Sturla Atlas og 101 Boys og undir eigin nafni. Hann hefur hlotið yfir tuttugu tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunna ásamt því að njóta vinsælda sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi. Undanfarin ár hefur Logi einnig notið vinsælda sem hönnuður en hann hefur komið að verkefnum hjá 66 Norður, Plastplan og Ranra. Tónlist Tengdar fréttir „Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. 4. desember 2023 10:30 Logi Pedro og Elísabet Gunnars fögnuðu umræðunni um ofneyslu Fjöldi hönnuða og áhugafólks um tísku mætti á málstofu, 66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa, sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri í gær undir yfirskriftinni, Erum við að kaupa til að henda? 24. nóvember 2023 14:00 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Lagið er samið um tvær sögur sem fléttast saman í eitt. Fyrri hlutinn er um brostna vináttu og sá seinni um ástarmóment sem hvarf. Það má segja að þetta sé í raun sorg og uppgjör,“ segir Logi: „Ég hef alltaf verið frekar dramatískur poppari í mínum lagasmíðum og er þetta eiginleg framhald af því. Það er svo auðvelt að semja um þessar tilfinningar sem snerta okkur á þennan hátt. Þetta eru hálfgjör ljóð sem maður grípur úr samtímanum og leikur sér síðan með.“ Hér má heyra lagið hans Ský: Klippa: Ský - Logi Pedro Ský er fyrsta lag plötunnar Refur sem kemur út á vormánuðum. Með honum á plötunni eru tónlistarmenn í fremstu röð, GDRN, Huginn og Flóni, og bætast enn fleiri við flóruna á næstunni. Logi Pedro hefur notið vinsælda undanfarna áratugi sem tónlistarmaður bæði í hljómsveitunum Retro Stefson, Sturla Atlas og 101 Boys og undir eigin nafni. Hann hefur hlotið yfir tuttugu tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunna ásamt því að njóta vinsælda sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi. Undanfarin ár hefur Logi einnig notið vinsælda sem hönnuður en hann hefur komið að verkefnum hjá 66 Norður, Plastplan og Ranra.
Tónlist Tengdar fréttir „Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. 4. desember 2023 10:30 Logi Pedro og Elísabet Gunnars fögnuðu umræðunni um ofneyslu Fjöldi hönnuða og áhugafólks um tísku mætti á málstofu, 66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa, sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri í gær undir yfirskriftinni, Erum við að kaupa til að henda? 24. nóvember 2023 14:00 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. 4. desember 2023 10:30
Logi Pedro og Elísabet Gunnars fögnuðu umræðunni um ofneyslu Fjöldi hönnuða og áhugafólks um tísku mætti á málstofu, 66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa, sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri í gær undir yfirskriftinni, Erum við að kaupa til að henda? 24. nóvember 2023 14:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“