Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. apríl 2024 22:42 Sigmundur og Eva telja kjaftasögur geta verið mikilvæga breytu. Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðiprófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Að sögn Sigmundar hafa kjaftasögur gjarnan verið fylgifiskur endaspretts forsetakosninga. „Það að draga fram alls konar óþverra. Maður tekur eftir því að hann er þegar byrjaður að koma upp á yfirborðið,“ sagði hann. „Stærsta breytan á komandi vikum er hvort að einhver þessara sagna, illu heilli, muni hitta einhvern illa fyrir. Það getur gerst, og þá fer fylgið á hreyfingu.Því verðum að átta okkur á því að þessir fjórir fimm sem eru að ná flugi,“ sagði Sigmundur sem taldi upp Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. „Þau eru svolítið að hræra í sama potti,“ sagði Sigmundur og útskýrði að þau sem hann taldi upp séu, upp til hópa, frjálslynt og upplýst menntafólk. Eva minntist á í þessu samhengi að forsetakosningar væru miklar persónukosningar, og það hefði áhrif varðandi kjaftasögur. „Það er eitt með kjaftasögurnar. Þegar þær fara í gang í kringum forsetakosningarnar þá eru þær svo persónulegar, af því að þetta eru svo miklar persónukosningar. Þá getur verið svo erfitt að svara fyrir sig,“ Þá sagði Eva kjaftasögur geta haft áhrif á fylgið, en það í báðar áttir. Mögulega þjappi þær fólki enn meira að bak við frambjóðanda. Óvenjulegt að Jón gagnrýni Katrínu Eva og Sigmundur ræddu um fleiri atriði forsetakosninganna í Sprengisandi. Þau tóku til að mynda fyrir gagnrýni Jóns Gnarr á hendur Katrínu Jakobsdóttur. Jón hefur fullyrt að sér þyki sérstakt að forsætisráðherra tilkynni um framboð. Hún telur að slík gagnrýni verði ekki áberandi í kosningabaráttunni. „Mig grunar að frambjóðendur muni fyrst og fremst fara í að tala um hvað þeir standa fyrir, og kannski minna í að gagnrýna aðra frambjóðendur. Mér fannst þetta óvanalegt útspil hjá Jóni Gnarr að gagnrýna mótframbjóðanda í forsetaframboði.“ „Ég held að þetta hafi ekki verið klókt hjá honum,“ sagði Sigmundur. Eva bætti við að frambjóðendur virðist yfirleitt græða lítið á því að ráðast á aðra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Sprengisandur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira