Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 09:01 Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í fyrra og hefur sá gamli nú fengið nýtt framhaldslíf. Icelandair Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd. Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars. Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars.
Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50