Lífið

Nefnd í höfuðið á tveimur mikil­vægum konum í lífi þeirra

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fjölskyldan á skírnardaginn.
Fjölskyldan á skírnardaginn. Arna Ýr

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor skírðu dóttur þeirra við fallega athöfn í heimahúsi í gær, sumardaginn fyrsta. Stúlkan fékk nafnið Bella Dís. 

Hjónin birtu fallegar myndir frá skírnardeginum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

„Bella Dís Vignisdóttir var skírð í dag á sumardaginn fyrsta. Ofboðslega fallegur og vel heppnaður dagur,“ skrifar parið. 

Sindri Sindrason hitti Örnu Ýr í vikunni í Íslandi í dag og fékk að sjá hvernig heimafæðing lítur út.

„Hún fékk Dís í höfuðið á tveimur mikilvægum konum í okkar lífi, Svandís vinkonu minni og mágkonu og ömmu Láru (Arndís Lára, amma mín) sem lést sl. nóvember en sá örugglega til þess að við fengjum svona ofboðslega fallegan dag fyrir litlu Bellu Dís.“

Bella Dís er þriðja barn þeirra og kom hún í heiminn 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu.


Tengdar fréttir

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×