Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. apríl 2024 08:00 Þann 28.mars árið 2008 fæddi Anna Marta Ásgeirsdóttir andvana dótturina Sól, þá fullgengin með. Fyrir slysni kom í ljós að Anna Marta var með gallstasa á meðgöngu á hæsta stigi. Anna Marta segir mikilvægt að alltaf sé hlustað á verðandi mæður. Hún hafi sjálf fundið allan tíman að eitthvað var að. Vísir/RAX „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. Það sem enginn vissi þá var að Anna Marta var með gallstasa á mjög alvarlegu og háu stigi. Hún átti dótturina Ísalind fyrir og þegar Sól fæddist var hún fullgengin með hana. Tvisvar hafði Anna Marta misst fóstur. Á vef Heilsugæslunnar má lesa um gallstasa á meðgöngu. Þar segir meðal annars: Kláði er aðaleinkenni gallstasa á meðgöngu og stundum eina einkennið. Oft er um mikinn kláða að ræða en þó getur hann verið mismikill. Talið er að kláðinn stafi af hækkun á gallsýrum í blóði móður. „Í mínu tilfelli var þetta hins vegar eina kláðakastið sem ég fékk,“ segir Anna Marta en bætir við: „Ég var búin að nefna það við fólkið mitt og ljósmóður að ég fyndi að eitthvað væri að. Ég einfaldlega fann það á mér.“ Ekki er alveg vitað hvað veldur gallstasa á meðgöngu, en 1-2% kvenna greinast með þennan sjúkdóm. Gallstasi greinist oft á þriðjungi meðgöngu, en hann hefur áhrif á starfsemi lifrarinnar. Í flestum tilvikum er hann talinn frekar hættulítill móður og barni. Nema hann sé á mjög háu stigi. „35-50 stig mælast sem hættustig. Ég var með 120 stig,“ útskýrir Anna Marta. Gallstasinn hennar uppgötvaðist þó ekki fyrr en barnið var þegar látið og í raun fyrir tilviljun. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um barnamissi við fæðingu og fræðast um gallstasa. Ísbjörninn Hringur Árið 2005 giftust Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson. Í brúðkaupinu báðu þau gesti um að hjálpa sér af stað með góðgerðarverkefni fyrir Barnaspítalann Hringinn þannig að í stað gjafa, fengju þau fjármagn í brúðkaupsgjöf til að koma verkefninu Ísbjörninn Hringur af stað. Til að halda verkefninu gangandi, fór Anna Marta að framleiða súkkulaði undir nafninu Dásemd. Dásemd var framleitt í desember og fór allur ágóðinn af sölunni til Vinar Hrings samfélagsins. Verkefnið hefur þó heldur betur stækkað. Því í dag eiga og reka tvíburasysturnar, Anna Marta og Lovísa, matvöru- og lífstílsfyrirtæki saman. Þar framleiða þær vörur undir vörumerkinu Anna Marta, þar á meðal sætbitann Hring sem er handgert súkkulaði og til í fjórum tegundum. Í desember ár hvert, rennur hluti ágóða súkkulaðisölunnar til Hrings, til að fjármagna lukkudýrið Hring. Þegar Anna Marta og Ingólfur unnu að því að koma verkefninu á laggirnar, vissu þau auðvitað ekki að síðar meir yrði sagan um ísbjörninn Hring jafnvel enn táknrænni. Og eflaust í hugum margra saga sem fólk mun tengja við frásögnina sem við heyrum hér á eftir. Við skulum byrja á því að kynnast Önnu Mörtu. Anna Marta Anna Marta er eineggja tvíburi og fæddust þær systur 16. febrúar árið 1973. Tvíburasysturnar ólust upp í Breiðholtinu en tvítug keypti Anna Marta sér sína fyrstu íbúð, 56 fermetra íbúð á Seltjarnarnesi. Ha? Aðeins tvítug? „Já ég hef alltaf verið mjög vinnusöm og passað upp á peninginn. Þannig erum við systurnar líka aldar upp. Þegar við vorum fimm ára vorum við farnar að bera út blöðin með mömmu og Kristjáni bróðir, tólf ára vorum við farnar að gera það sjálfar og eins að sjá um að innheimta smáauglýsingar á kvöldin í öllu Breiðholtinu. Við tókum við af mömmu og pabba sem höfðu séð um að innheimta lengi fyrir DV,“ segir Anna Marta og bætir við: „Mér finnst þægilegra fyrir sálarlíf mitt að eiga fyrir hlutunum áður en þeir eru keyptir. Það gilti um allt líka þegar ég var ung. Ef ég keypti sjónvarp, safnaði ég fyrir því fyrst og svo framvegis.“ „Við systur erum mjög samstíga og erum miklar vinkonur. Það einkennir okkur mjög að við erum mjög vinnusamar og höfum verið það frá æsku.“ Sem meira segja lýsir því hvernig þær systurnar vildu helst vera að þrífa, ekki bara heima hjá sér heldur líka hjá vinkonum ef þær mátu stöðuna svo að þess þyrfti. „Ætli það skýrist ekki af þeirri löngun okkar að vilja gleða fólk. Það var einhver tenging í barnshuganum okkar um að foreldrum okkar liði vel ef það væri allt hreint og fínt og jú, eflaust var þetta líka okkar leið til að fá viðurkenningu,“ segir Anna Marta og brosir. Þótt Anna Marta og Lovísa séu fyrir marga nánast eins í útliti, eru þær ólíkar með margt. „Ég er mjög lesblind og með hljóðvillu sem á mínum skólaárum var ekki mikil þekking á eins og er í dag. Ég átti því ekki auðvelt með bóklegt nám. Lovísa var mín stoð og stytta og las allt fyrir mig og ég hlustaði.“ Aðgát skal höfð í nærveru sálar er líka orðatiltæki sem vel á við í samtali við Önnu Mörtu. Ekki aðeins tengt frásögnum úr æsku, heldur líka því sem gerist þegar Anna Marta er orðin fullorðin og ólétt. „Ég man vel eftir viðtali við kennara sem kenndi okkur í grunnskóla. Þetta var þegar ég var 8 ára. Kennarinn segir við mömmu og við systur sitjum við hliðina á mömmu. Staðan er þannig að Lovísa er góður námsmaður en Anna Marta er pínu vitlaus sem var þá ég,“ segir Anna Marta en eins og hennar kynslóð þekkir, voru engar greiningar til á börnum á áttunda áratugnum eins og nú kannski þekkjast. Þegar Anna Marta var tólf ára man hún eftir því að hafa hugsað að þetta gengi ekki lengur: Hún yrði að ná gagnfræðiskólanum af sjálfsdáðum, ekki dygði að systir hennar héldi alltaf áfram að lesa allt skólaefni upp fyrir hana. Anna Marta setti sér því það markmið að ná fimmum í öllum samræmdu prófunum. „Ekki 4,9 í einkunn, heldur 5 því það þurfti til þess að geta haldið áfram í skóla á þessum tíma.“ Næst var að finna eitthvað framhald sem ekki kallaði á mikið bóklegt nám. „Ég hafði alltaf extra gaman að íþróttum og sund var þá mitt uppáhalds “ segir Anna Marta sem upphaflega horfði til íþróttakennaranámsins. Þau plön breyttust reyndar en í þrjátíu ár hefur Anna Marta þjálfað í líkamsrækt. Eitthvað sem þó gerðist eiginlega óvart. „Tvítug var ég að vinna í fiskvinnslunni hjá mömmu og stjúppabba og fór síðan alltaf í pallatíma eftir vinnu. Þetta var á þeim tíma þegar það var í tísku að sofa sem minnst þannig að ég lærði líka naglafræði og var að vinna við það á kvöldin,“ segir Anna Marta og bætir við: Einn daginn gerist það síðan í pallatíma að kennarinn sem kenndi tímann var ólétt. Hún fær verk í grindina og þarf að hætta. Hún spyr bara yfir hópinn: Anna getur þú ekki tekið við?“ Og jú, úr varð að Anna kenndi restina af tímanum og hefur verið viðloðandi þolfims- og einkaþjálfun æ síðan. Áður en þetta gerist, hafði Anna líka útskrifast sem þjónn. Hvernig kom það til? „Tólf ára vorum við systurnar að vinna á Hótel Eddu á Laugavatni og þar fengum við nasaþefinn í fyrsta sinn af alvöru launum. Því já, við töldumst einfaldlega svo duglegar að við fengum fullorðinslaun, sem voru sömu laun og starfsmanna sem voru kannski sextán sautján ára gamlir.“ Þessi vinna varð kveikjan að því að fara í þjóninn síðar. „Því ég vissi að í því væri bóklegi hlutinn ekki of mikill. Fyrst og fremst var þetta líka alltaf þessi þörf til þess að standa á eigin fótum. Eflaust eru þetta einhver vinnualkagen sem búa í manni.“ Eflaust er ekki hægt að giska á hversu margir hafa farið í tíma hjá Önnu Mörtu í líkamsræktinni í gegnum tíðina en hún bendir fólki á að aðgát skal alltaf höfð í nærveru sálar. Til dæmis heyrði Anna Marta af því pískri að hún hefði hreyft sig of mikið á meðgöngunni og það væri skýringin. Hið rétta er að hreyfingin kom gallstasanum ekkert við né því að ekki tókst að bjarga Sól. Vísir/RAX Ástin Anna sá reyndar fyrir sér síðar að bæta kokkanáminu við. Því það kallaði ekki á mikið nám til viðbótar við þjóninn. Eftir að hafa starfað í góðan tíma á veitingastaðnum sem þá var rekin á hótel Óðinsvé, færði Anna Marta sig yfir á Pasta Basta sem þá var og hét. Þar var ætlunin að fara á nemasamning. „Ég fékk 190 krónur á tímann því það voru nemalaunin. Nema að eftir sex mánuði á þeim launum kemur í ljós að staðurinn fékk ekki nemaleyfi, sem þýddi að ég var búin að vinna alla þessa mánuði á nemalaunum án þess að teljast á fullgildum nemasamning!“ Árin liðu og fyrir utan stutt djammtímabil eins og flest ungt fólk fer í gegnum, gekk lífið að miklu leyti út á að vinna og eignast sitt. Loks kom þó að því að Anna Marta varð alvarlega ástfangin en hún og Ingólfur maðurinn hennar kynntust þegar Anna Marta var 28 ára. „Vinkona mín lagði til að ég myndi hitta hann, sagði að hann væri nýskilinn en mjög skemmtilegur og fínn. Hún fékk því leyfi til þess að gefa honum símanúmerið mitt því hugmyndin var að hann myndi hringja í mig og við þá kannski ákveða að fara út að borða saman,“ segir Anna Marta og hlær. „Ég hugsaði með mér: Já, já, það er allt í lagi. Ef hann er leiðinlegur þá bara skelli ég á hann!“ Sem svo sannarlega varð ekki raunin. „Hann hringdi strax um kvöldið og til að gera langa sögu stutta þá hringdi hann um áttaleytið og um miðnætti vorum við enn að tala saman,“ segir Anna Marta og brosir. Börn Önnu Mörtu og Ingólfs eru Benjamín Sandur sem Ingólfur átti fyrir og er fæddur árið 1999, Ísalind Örk 2005, Sól andvana fædd árið 2008 og Emilía Líf 2009. „Ingólfur er ótrúlega orkumikill eins og ég en við erum samt mjög ólíkir karakterar. Svona eins og Jing og jang,“ segir Anna Marta brosandi og bætir við: „Ég held reyndar að börnin okkar verði stundum svolítið þreytt á okkur. Þau eru jarðbundnari.“ Fann á sér að eitthvað var að Anna Marta og Ingólfur reyndu í töluverðan tíma að eignast börn og nutu þar aðstoðar kvensjúkdómalæknis. Þegar Ísalind fæddist, kom þó upp sú alvarlega staða að naflastrengurinn var vafinn um háls hennar. „Það þurfti að hnoða líf í hana. Það erfiðasta var að hún var í rauninni bara tekin frá mér í ofboði og þarna er maður nýbúin að fæða og hugsaði bara með sér: Halló hvað er að gerast?“ segir Anna Marta. Sem þó gerir sér betur grein fyrir því í dag hvað þetta var í raun mikið áfall að fara í gegnum, heldur en hún kannski gerði sér grein fyrir þá. Tvisvar missti Anna Marta fóstur. Fyrst árið 2004 og síðan árið 2007. „Ég heyrði alls konar hluti sem særðu og eru góð ábending um að fólk passi sig betur á því hvað það segir. Í mínu tilfelli heyrði ég oft að ég væri að hreyfa mig alltof mikið og þess vegna væri ég að missa fóstur og síðar að eignast andvana barn. Þetta er auðvitað bara fáfræði og alrangt,“ segir Anna Marta. Þegar Anna Marta var ófrísk af Sól, segist hún snemma hafa fundið á sér að eitthvað væri að. Ég bara fann það á mér. Allt frá byrjun óléttu var allt eins og það átti ekki að vera. Ég hafi samanburð með meðgöngu Ísalindar. Ég fann frá fyrsta degi að ekki var allt eðlilegt. Ég nefndi það við ljósmóðurina mína. En hún sagði bara: „Nei nei, hún er bara löt.““ Anna Marta fann líka mikinn mun á sjálfri sér. Hún var til dæmis mjög lystarlítil og missti sex kíló á meðgöngunni. Einkenni sem geta fylgt gallstaða eru meðal annars: Vanlíðan, lystarleysi, þreyta, gula, dökkt þvag, niðurgangur/fituskita (ljósar eða gráar hægðir). „Á sautjándu viku kom það til dæmis upp hjá mér að ég gat ekki pissað. Sem var mjög skrýtið. Ingó þurfti að fara með mig upp á deild og þar töppuðu þeir hreinlega þremur lítrum af hreinu vatni frá mér,“ segir Anna Marta og bætir við að hún hafi líka sýnt merki um gulu. Meira að segja í augunum. Lengst af hafði Anna Marta svo sem ekki sjálf heyrt um gallstasa. Þó í eitt skipti en þeirri sögu hafði fylgt að þegar gallstasinn var greindur, var konan sett af stað. Ég grátbað um að ég yrði sett af stað dagana fyrir fæðingu Sólar. En allt kom fyrir ekki. Og þrátt fyrir mikla samdrætti, fór ég aldrei af stað í fæðinguna sjálf. Ítrekað var ég því send heim.“ Gallstasi Gallstasi Önnu Mörtu greindist eftir fæðingu Sólar og þá fyrir algjöra slysni. Sjálf telur Anna Marta mikilvægt að á verðandi mæður sé alltaf hlustað. Ég var alltaf að segja: Það er eitthvað að. En var þá bara sett í mónitorinn og síðan sagt að fara heim og hvíla mig.“ Og ýmsar kenningar voru lagðar fram. „Þegar ég var gengin þrjátíu vikur og með sturlaða samdrætti, fer ég í skoðun og er sagt að ég sé með grindargliðnun og ætti ekki að vera að hreyfa mig svona mikið.“ Kvöldið áður en Anna Marta fer fyrst upp á fæðingardeild fær hún áðurnefnt kláðakast. „Þetta var eina kláðakastið sem ég fékk fyrir alvöru. Eftir á að hyggja hef ég eflaust verið með kláðaeinkenni fyrr, en maður hafði bara aldrei heyrt um gallstasa né verið spurður um kláða.“ Það sem Anna Marta minnist nefnilega er kláði undir iljum, en um einkenni gallstasa segir: Kláðinn byrjar oft í lófum og iljum en getur verið dreifður um líkamann, jafnvel á augnlokum og í munnholi. Hann getur verið verstur á nóttunni og það hefur áhrif á svefninn. Frá því að Anna Marta missti Sól, segist hún ekki geta annað en talað fyrir því statt og stöðugt að verðandi mæður séu upplýstar um gallstasa og að það sama eigi við um ljósmæður og heilbrigðisfólk. „Ef ég hitti ófrískar konur spyr ég mjög oft hvort þær hafi heyrt um gallstasa. Sem mér finnst of fáar konur vita nokkuð um.“ Að missa barn í fæðingu segir Anna Marta sárara en orð fá lýst. Sorgin og sársaukin sem fylgir því að eignast andvana barn er ofboðslega mikil. Að fara heim án barns eftir fæðingu. Að þurfa að segja systkinunum að litla systir þeirra sé látin er erfitt.“ Að rifja upp síðustu dagana sem Sól var á lífi í móðurkviði er líka sárt. „Fyrst alvöru sóttin mín er 21. mars 2008 sem er föstudagurinn langi. Mæti upp á deild og er sett sett í heita pottinn því ég ætlaði að eiga hana þar. En eftir marga klukkutíma var ljóst að litið hafði gerst frá því fyrr um daginn. Ljósmóðir á vakt segir að ekkert munu gerast og best sé að ég fari heim. Ég segi við hann að ég finni að eitthvað sé að og hvort ekki sé hægt að hjálpa mér inn í gangsetningu. Bað hana að skoða fyrri fæðinguskýrslu með Ísalind. Nei var svarið, það væri best að ég færi heim. Ingó hélt nú ekki og sagði að það yrði að gera eitthvað fyrir mig. Síðastliðnar vikur hafi verið mjög erfiðar og lítill svefn. Ég fékk nálastungur og svefnlyf sem ég tók með heim til að geta hvílst.“ Á laugardagsmorgninum vaknar Anna Marta síðan sárlasin og leið skringilega. „Mér var sagt að koma á deildina, þar var ég sett í mónitorinn, greind með bronkítis og send heim. Þó er ég með 40 stiga hita þegar þetta er, hafði enga lyst til að borða og var mjög lasin.“ Anna segir að næstu dagar hafi snúist um að ná heilsu. Frá föstudeginum til fimmtudagsins í vikunni eftir, 27. mars, fór hún nokkrum sinnum upp á fæðingardeild. Þar var ég alltaf sett mónitor og sagt að barnið væri þreytt. Best væri að ég hreyfði mig, nærði mig og hvíldi mig. Ég sagði alltaf að mér fyndist þetta ekki vera eðlileg ástaða á mér. Finn að það er eitthvað að angra okkur mæðgur. “ Það er ólýsanlega sárt að missa barn í fæðingu, að upplifa óttann og sársaukann, sorgina og missinn. Að fara barnlaus heim og segja systkinunum að litla barnið sé dáið. Anna Marta segir alla eiga rétt á að upplifa sorgina á sinn hátt. Enginn upplifi sorg á sama hátt.Vísir/RAX Sól Daginn sem Sól fæddist, fer Anna Marta fyrir tilviljun án Ingólfs upp á deild. Sest í lazy boy stólinn. Handhægur mónitor settur á bumbuna. Ekki virkar hann, annar er sóttur en það sama með hann: Það er enginn hjartsláttur. Skrýtið…. Ætli hann sé þá líka bilaður? Undarlegur svipur kemur á ljósmóðurina og nokkrum mínútum síðar kemur sérfræðingur inn á stofuna, setur tækið í gang en Anna Marta segist hafa fundið sterkt fyrir því að andrúmsloftið var alls ekki eins og það átti að vera. „Hvað er að gerast?“ spyr Anna Marta. „Hún er dáin,“ er svarið. „Það er ekki hægt. Það er ekki rétt,“ svarar Anna Marta. Næstu mínúturnar eru óraunverulegar. Anna Marta ráfar fram á gang og inn í litla línkompu með sængurverum. Hún setur lín fyrir vit sér en öskrar eins hátt og lungun leyfðu. Ljósmóðir kemur og segir: „Ekki hafa svona hátt. Það eru aðrar konur að fæða hérna.“ Önnu Mörtu er sagt að fara heim. Ég get ekki farið heim með dáið barn inn í mér!“ Anna Marta biður síðan um keisaraskurð. Eftir á að hyggja er ég fegin því að hafa ekki fengið keisara. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fætt Sól í gegnum fæðingarveginn. Að eiga fæðinguna, að hafa eytt allri þeirri orku sem ég átti í að fæða Sól.“ Sársauki. Sorg. Ótti. „Ingó vissi ekki neitt því eins og reglurnar voru að minnsta kosti þá, mátti enginn nema sérfræðingur tilkynna um andlát barns. Ég þorði ekki að hringja í hann sjálf, enda hrædd um að hann myndi strax heyra á mér að eitthvað væri að. Ég hringdi því í Lovísu systir, bað hana um að fá mömmu til að fara heim til krakkanna svo Ingólfur kæmist upp á deild. Ég væri komin í sótt,“ segir Anna Marta og bætir við: „Lovísa var sjálf með ungabarn á þessum tíma og ég vildi alls ekki að hún fattaði neitt. Þetta var einfaldlega of sárt. Hún heyrði samt á mér að eitthvað væri að en ég svaraði: Nei, nei. Það er allt í stakasta lagi.“ Þegar Ingólfur kom upp á spítala, eru honum færð tíðindin. Ég gleymi því aldrei þegar hann kom inn á stofu til mín. Svona náfölur í framan og hræddur.“ Sól fæddist rétt eftir miðnætti 28. mars 2008. „Þessa nótt segi ég við ljósmæðurnar sem tóku á móti Sól að ég vilji að það verði tekin af mér blóðprufa. Ég sé viss um að ég sé með gallstasa. Afhverju? Jú, vegna þess að vinkona mín hafði fengið mikinn kláða og hún var gangsett í febrúar 2008. Hún sagði mér að gangsetning hafi verið gerð vegna þess að gallstasinn hennar var orðin of hár.“ Daginn eftir biður ljósmóðir Önnu um að mæta í blóðprufu klukkan átta á laugardeginum. Að takast á við áfall Þótt Anna Marta hafi í fyrstu ætlað sér að fá engan nákominn upp á spítala, er hún fegin því að hafa ekki fengið þá ósk sína uppfyllta. Lovísa hlustaði sem betur fer ekki á mig og mætti upp á fæðingardeild um nóttina með mömmu. Tengdaforeldrar mínir komu líka og við áttum öll dýrmæta og fallega stund með Sól. Ég er ofboðslega þakklát eftir á því að auðvitað fólst í því mikill stuðningur að vera með mína nánustu hjá mér.“ Anna Marta segir það mjög erfiðan raunveruleika fyrir foreldra að fara tómhent heim af fæðingardeildinni. „Það var líka svo erfitt að eftir að hún fæddist og er tekin frá mér, kemst ég að því að hún er flutt á Akureyri í krufningu.“ Anna Marta leggur hendi á hjartað og endurtekur „Akureyri!“ Ég var nýbúin að fæða barn. Dána barnið mitt var ekki hjá mér heldur bara orðið að einhverjum búk sem var sendur eins og pakki á Akureyri í krufningu. Mér fannst þetta vægast sagt hræðilegt að heyra.“ Í krufningu kom ekkert í ljós en þegar sérfræðingurinn að norðan hringdi sjálfur í Önnu Mörtu, lágu fyrir niðurstöður úr blóðprufunni. Anna Marta sagði honum því frá gallstasanum. „Nú, ætli það sé þá kannski skýringin? velti hann þá fyrir sér,“ segir Anna Marta og bætir við: „Mér finnst einmitt svo skrýtið sambandsleysi þarna á milli. Að krufningarlæknir á Akureyri hafi verið að kryfja barnið mitt án þess að vera með neinar upplýsingar um mig sem móður. Ég vona að þessu hafi verið breytt.“ Næstu dagar segir Anna Marta oft erfiða fyrir foreldra. Það þurfi að undirbúa jarðarför og fleira, en Sól er jörðuð í leiði föðurömmu sinnar í Fossvogsgarði. Anna Marta og Ingólfur ákváðu að vera með kistuna opna alla athöfnina, sem var afar falleg og sneisafull. Því ótrúlega margir mættu og það þykir Önnu Mörtu vænt um. „Ég myndi samt gefa foreldrum það ráð sem upplifa svona missi, að vera ekkert feimin við að viðurkenna það fyrst á eftir ef fólk er ekki til í að hitta annað fólk. Því allir vilja svo vel og stundum var fullt af fólki að koma heim til okkar vegna þess að það vildi styðja við okkur,“ segir Anna Marta og bætir við: „Þá var maður kannski að baka og útbúa veitingar og allt til að standa sig sem gestgjafi. Ég skil varla hvernig ég gat þetta allt. En í dag átta ég mig á því að auðvitað átti maður bara að leggja meiri áherslu á að standa með sjálfum sér og segja bara nei við heimsóknum ef manni leið þannig. Það felst engin sjálfselska í því.“ Anna Marta segir líka mikilvægt að hvert svo sem áfallið er eða sorg sem fólk upplifir, að annað fólk geri ekki á það kröfur. Stundum er eins og fólk haldi að sorgin eigi að vera svona eða hinsegin. Er jafnvel að búast við því að viðbrögðin hjá okkur öllum séu eins. Það er alls ekki. Sorgin okkar er mjög mismunandi og birtingarmyndirnar mjög ólíkar. Það er mjög mikilvægt að hver og einn einstaklingur fái að upplifa sína sorg eins og hún er hjá þeim.“ Þetta segir hún líka mikilvægt að fólk átti sig á þegar það kemur að foreldrunum sjálfum. „Við Ingó upplifðum sorgina til dæmis ekkert á sama hátt. Ég geri það svolítið með því að tala um Sól og þennan missi, græt og allt það. Hjá Ingó er það öfugt, hann upplifði til dæmis meiri reiði en ég.“ Saman hafa þau þó reynt að leggja sitt af mörkum til þess að verðandi foreldrar séu upplýstir um gallstasa og þær hættur sem af honum geta stafað. Anna Marta hefur tekið þann pólinn í hæðina að lifa í þakklæti frekar en í reiði eða gremju. Hún vonar að hennar saga fræði fólk um gallstasa sem hún segir of marga ekki vita að er til. Fyrir tilviljun fór Anna Marta í þrívíddarsónar þegar Sól var nánast fullburða. Að eiga mynd af henni þegar hún var lifandi enn, segir hún ótrúlega dýrmætt.Vísir/RAX Þakklætið og birtan Anna Marta segir að þótt sorgin yfir því að hafa misst Sól sé mikil, sé margt fallegt í sögunni. „Ég fékk til dæmis þá hugmynd þegar ég var gengin 31 vikur að fara í þrívíddarmyndatöku. Þannig að við eigum myndir af Sól lifandi þegar hún er 31 vikna og nánast fullburða,“ segir Anna Marta og brosir. Hún viðurkennir að hræðsla hafi verið meiri í henni í næstu óléttum, en er þakklát því að þá var sérstaklega vel með henni fylgst. „Ég er líka þakklát því eftir á að hyggja að hafa vitað kyn Sólar. Því fyrst ég missti hana, þá er þetta atriði sem skiptir mig miklu máli. Það er öðruvísi tenging og ég náði því að eiga þá tengingu með Sól.“ Fyrst og fremst segist Anna Marta þó vilja deila sögu sinni um Sól svo sem flestir vita meira um gallstasa. „Of oft hefur það kannski gerst í gegnum tíðina að börn fæðast andvana og engin skýring finnst í krufningu. En hvað ef skýringin er gallstasi móðurinnar? Sem í mínu tilviki uppgötvast bara fyrir tilviljun í blóðprufu vegna þess að ég barði í borðið og krafðist þess að það yrði skoðað með gallstasan minn,“ segir Anna Marta og bætir við: „Ég hef ákveðið að vera ekki reið yfir því að hlutirnir hafi ekki verið skoðaðir betur hjá mér á sínum tíma, sem svo margt í minni sögu sýnir svart á hvítu að hefði þurft að gera. En ef ég get með sögunni um hana Sól mína hvatt fleiri til að vera vakandi yfir gallstasa og afla sér upplýsinga um þennan sjúkdóm, þá er mínu markmiði náð.“ Sorg Fjölskyldumál Heilsa Tengdar fréttir Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Það sem enginn vissi þá var að Anna Marta var með gallstasa á mjög alvarlegu og háu stigi. Hún átti dótturina Ísalind fyrir og þegar Sól fæddist var hún fullgengin með hana. Tvisvar hafði Anna Marta misst fóstur. Á vef Heilsugæslunnar má lesa um gallstasa á meðgöngu. Þar segir meðal annars: Kláði er aðaleinkenni gallstasa á meðgöngu og stundum eina einkennið. Oft er um mikinn kláða að ræða en þó getur hann verið mismikill. Talið er að kláðinn stafi af hækkun á gallsýrum í blóði móður. „Í mínu tilfelli var þetta hins vegar eina kláðakastið sem ég fékk,“ segir Anna Marta en bætir við: „Ég var búin að nefna það við fólkið mitt og ljósmóður að ég fyndi að eitthvað væri að. Ég einfaldlega fann það á mér.“ Ekki er alveg vitað hvað veldur gallstasa á meðgöngu, en 1-2% kvenna greinast með þennan sjúkdóm. Gallstasi greinist oft á þriðjungi meðgöngu, en hann hefur áhrif á starfsemi lifrarinnar. Í flestum tilvikum er hann talinn frekar hættulítill móður og barni. Nema hann sé á mjög háu stigi. „35-50 stig mælast sem hættustig. Ég var með 120 stig,“ útskýrir Anna Marta. Gallstasinn hennar uppgötvaðist þó ekki fyrr en barnið var þegar látið og í raun fyrir tilviljun. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um barnamissi við fæðingu og fræðast um gallstasa. Ísbjörninn Hringur Árið 2005 giftust Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Örn Guðmundsson. Í brúðkaupinu báðu þau gesti um að hjálpa sér af stað með góðgerðarverkefni fyrir Barnaspítalann Hringinn þannig að í stað gjafa, fengju þau fjármagn í brúðkaupsgjöf til að koma verkefninu Ísbjörninn Hringur af stað. Til að halda verkefninu gangandi, fór Anna Marta að framleiða súkkulaði undir nafninu Dásemd. Dásemd var framleitt í desember og fór allur ágóðinn af sölunni til Vinar Hrings samfélagsins. Verkefnið hefur þó heldur betur stækkað. Því í dag eiga og reka tvíburasysturnar, Anna Marta og Lovísa, matvöru- og lífstílsfyrirtæki saman. Þar framleiða þær vörur undir vörumerkinu Anna Marta, þar á meðal sætbitann Hring sem er handgert súkkulaði og til í fjórum tegundum. Í desember ár hvert, rennur hluti ágóða súkkulaðisölunnar til Hrings, til að fjármagna lukkudýrið Hring. Þegar Anna Marta og Ingólfur unnu að því að koma verkefninu á laggirnar, vissu þau auðvitað ekki að síðar meir yrði sagan um ísbjörninn Hring jafnvel enn táknrænni. Og eflaust í hugum margra saga sem fólk mun tengja við frásögnina sem við heyrum hér á eftir. Við skulum byrja á því að kynnast Önnu Mörtu. Anna Marta Anna Marta er eineggja tvíburi og fæddust þær systur 16. febrúar árið 1973. Tvíburasysturnar ólust upp í Breiðholtinu en tvítug keypti Anna Marta sér sína fyrstu íbúð, 56 fermetra íbúð á Seltjarnarnesi. Ha? Aðeins tvítug? „Já ég hef alltaf verið mjög vinnusöm og passað upp á peninginn. Þannig erum við systurnar líka aldar upp. Þegar við vorum fimm ára vorum við farnar að bera út blöðin með mömmu og Kristjáni bróðir, tólf ára vorum við farnar að gera það sjálfar og eins að sjá um að innheimta smáauglýsingar á kvöldin í öllu Breiðholtinu. Við tókum við af mömmu og pabba sem höfðu séð um að innheimta lengi fyrir DV,“ segir Anna Marta og bætir við: „Mér finnst þægilegra fyrir sálarlíf mitt að eiga fyrir hlutunum áður en þeir eru keyptir. Það gilti um allt líka þegar ég var ung. Ef ég keypti sjónvarp, safnaði ég fyrir því fyrst og svo framvegis.“ „Við systur erum mjög samstíga og erum miklar vinkonur. Það einkennir okkur mjög að við erum mjög vinnusamar og höfum verið það frá æsku.“ Sem meira segja lýsir því hvernig þær systurnar vildu helst vera að þrífa, ekki bara heima hjá sér heldur líka hjá vinkonum ef þær mátu stöðuna svo að þess þyrfti. „Ætli það skýrist ekki af þeirri löngun okkar að vilja gleða fólk. Það var einhver tenging í barnshuganum okkar um að foreldrum okkar liði vel ef það væri allt hreint og fínt og jú, eflaust var þetta líka okkar leið til að fá viðurkenningu,“ segir Anna Marta og brosir. Þótt Anna Marta og Lovísa séu fyrir marga nánast eins í útliti, eru þær ólíkar með margt. „Ég er mjög lesblind og með hljóðvillu sem á mínum skólaárum var ekki mikil þekking á eins og er í dag. Ég átti því ekki auðvelt með bóklegt nám. Lovísa var mín stoð og stytta og las allt fyrir mig og ég hlustaði.“ Aðgát skal höfð í nærveru sálar er líka orðatiltæki sem vel á við í samtali við Önnu Mörtu. Ekki aðeins tengt frásögnum úr æsku, heldur líka því sem gerist þegar Anna Marta er orðin fullorðin og ólétt. „Ég man vel eftir viðtali við kennara sem kenndi okkur í grunnskóla. Þetta var þegar ég var 8 ára. Kennarinn segir við mömmu og við systur sitjum við hliðina á mömmu. Staðan er þannig að Lovísa er góður námsmaður en Anna Marta er pínu vitlaus sem var þá ég,“ segir Anna Marta en eins og hennar kynslóð þekkir, voru engar greiningar til á börnum á áttunda áratugnum eins og nú kannski þekkjast. Þegar Anna Marta var tólf ára man hún eftir því að hafa hugsað að þetta gengi ekki lengur: Hún yrði að ná gagnfræðiskólanum af sjálfsdáðum, ekki dygði að systir hennar héldi alltaf áfram að lesa allt skólaefni upp fyrir hana. Anna Marta setti sér því það markmið að ná fimmum í öllum samræmdu prófunum. „Ekki 4,9 í einkunn, heldur 5 því það þurfti til þess að geta haldið áfram í skóla á þessum tíma.“ Næst var að finna eitthvað framhald sem ekki kallaði á mikið bóklegt nám. „Ég hafði alltaf extra gaman að íþróttum og sund var þá mitt uppáhalds “ segir Anna Marta sem upphaflega horfði til íþróttakennaranámsins. Þau plön breyttust reyndar en í þrjátíu ár hefur Anna Marta þjálfað í líkamsrækt. Eitthvað sem þó gerðist eiginlega óvart. „Tvítug var ég að vinna í fiskvinnslunni hjá mömmu og stjúppabba og fór síðan alltaf í pallatíma eftir vinnu. Þetta var á þeim tíma þegar það var í tísku að sofa sem minnst þannig að ég lærði líka naglafræði og var að vinna við það á kvöldin,“ segir Anna Marta og bætir við: Einn daginn gerist það síðan í pallatíma að kennarinn sem kenndi tímann var ólétt. Hún fær verk í grindina og þarf að hætta. Hún spyr bara yfir hópinn: Anna getur þú ekki tekið við?“ Og jú, úr varð að Anna kenndi restina af tímanum og hefur verið viðloðandi þolfims- og einkaþjálfun æ síðan. Áður en þetta gerist, hafði Anna líka útskrifast sem þjónn. Hvernig kom það til? „Tólf ára vorum við systurnar að vinna á Hótel Eddu á Laugavatni og þar fengum við nasaþefinn í fyrsta sinn af alvöru launum. Því já, við töldumst einfaldlega svo duglegar að við fengum fullorðinslaun, sem voru sömu laun og starfsmanna sem voru kannski sextán sautján ára gamlir.“ Þessi vinna varð kveikjan að því að fara í þjóninn síðar. „Því ég vissi að í því væri bóklegi hlutinn ekki of mikill. Fyrst og fremst var þetta líka alltaf þessi þörf til þess að standa á eigin fótum. Eflaust eru þetta einhver vinnualkagen sem búa í manni.“ Eflaust er ekki hægt að giska á hversu margir hafa farið í tíma hjá Önnu Mörtu í líkamsræktinni í gegnum tíðina en hún bendir fólki á að aðgát skal alltaf höfð í nærveru sálar. Til dæmis heyrði Anna Marta af því pískri að hún hefði hreyft sig of mikið á meðgöngunni og það væri skýringin. Hið rétta er að hreyfingin kom gallstasanum ekkert við né því að ekki tókst að bjarga Sól. Vísir/RAX Ástin Anna sá reyndar fyrir sér síðar að bæta kokkanáminu við. Því það kallaði ekki á mikið nám til viðbótar við þjóninn. Eftir að hafa starfað í góðan tíma á veitingastaðnum sem þá var rekin á hótel Óðinsvé, færði Anna Marta sig yfir á Pasta Basta sem þá var og hét. Þar var ætlunin að fara á nemasamning. „Ég fékk 190 krónur á tímann því það voru nemalaunin. Nema að eftir sex mánuði á þeim launum kemur í ljós að staðurinn fékk ekki nemaleyfi, sem þýddi að ég var búin að vinna alla þessa mánuði á nemalaunum án þess að teljast á fullgildum nemasamning!“ Árin liðu og fyrir utan stutt djammtímabil eins og flest ungt fólk fer í gegnum, gekk lífið að miklu leyti út á að vinna og eignast sitt. Loks kom þó að því að Anna Marta varð alvarlega ástfangin en hún og Ingólfur maðurinn hennar kynntust þegar Anna Marta var 28 ára. „Vinkona mín lagði til að ég myndi hitta hann, sagði að hann væri nýskilinn en mjög skemmtilegur og fínn. Hún fékk því leyfi til þess að gefa honum símanúmerið mitt því hugmyndin var að hann myndi hringja í mig og við þá kannski ákveða að fara út að borða saman,“ segir Anna Marta og hlær. „Ég hugsaði með mér: Já, já, það er allt í lagi. Ef hann er leiðinlegur þá bara skelli ég á hann!“ Sem svo sannarlega varð ekki raunin. „Hann hringdi strax um kvöldið og til að gera langa sögu stutta þá hringdi hann um áttaleytið og um miðnætti vorum við enn að tala saman,“ segir Anna Marta og brosir. Börn Önnu Mörtu og Ingólfs eru Benjamín Sandur sem Ingólfur átti fyrir og er fæddur árið 1999, Ísalind Örk 2005, Sól andvana fædd árið 2008 og Emilía Líf 2009. „Ingólfur er ótrúlega orkumikill eins og ég en við erum samt mjög ólíkir karakterar. Svona eins og Jing og jang,“ segir Anna Marta brosandi og bætir við: „Ég held reyndar að börnin okkar verði stundum svolítið þreytt á okkur. Þau eru jarðbundnari.“ Fann á sér að eitthvað var að Anna Marta og Ingólfur reyndu í töluverðan tíma að eignast börn og nutu þar aðstoðar kvensjúkdómalæknis. Þegar Ísalind fæddist, kom þó upp sú alvarlega staða að naflastrengurinn var vafinn um háls hennar. „Það þurfti að hnoða líf í hana. Það erfiðasta var að hún var í rauninni bara tekin frá mér í ofboði og þarna er maður nýbúin að fæða og hugsaði bara með sér: Halló hvað er að gerast?“ segir Anna Marta. Sem þó gerir sér betur grein fyrir því í dag hvað þetta var í raun mikið áfall að fara í gegnum, heldur en hún kannski gerði sér grein fyrir þá. Tvisvar missti Anna Marta fóstur. Fyrst árið 2004 og síðan árið 2007. „Ég heyrði alls konar hluti sem særðu og eru góð ábending um að fólk passi sig betur á því hvað það segir. Í mínu tilfelli heyrði ég oft að ég væri að hreyfa mig alltof mikið og þess vegna væri ég að missa fóstur og síðar að eignast andvana barn. Þetta er auðvitað bara fáfræði og alrangt,“ segir Anna Marta. Þegar Anna Marta var ófrísk af Sól, segist hún snemma hafa fundið á sér að eitthvað væri að. Ég bara fann það á mér. Allt frá byrjun óléttu var allt eins og það átti ekki að vera. Ég hafi samanburð með meðgöngu Ísalindar. Ég fann frá fyrsta degi að ekki var allt eðlilegt. Ég nefndi það við ljósmóðurina mína. En hún sagði bara: „Nei nei, hún er bara löt.““ Anna Marta fann líka mikinn mun á sjálfri sér. Hún var til dæmis mjög lystarlítil og missti sex kíló á meðgöngunni. Einkenni sem geta fylgt gallstaða eru meðal annars: Vanlíðan, lystarleysi, þreyta, gula, dökkt þvag, niðurgangur/fituskita (ljósar eða gráar hægðir). „Á sautjándu viku kom það til dæmis upp hjá mér að ég gat ekki pissað. Sem var mjög skrýtið. Ingó þurfti að fara með mig upp á deild og þar töppuðu þeir hreinlega þremur lítrum af hreinu vatni frá mér,“ segir Anna Marta og bætir við að hún hafi líka sýnt merki um gulu. Meira að segja í augunum. Lengst af hafði Anna Marta svo sem ekki sjálf heyrt um gallstasa. Þó í eitt skipti en þeirri sögu hafði fylgt að þegar gallstasinn var greindur, var konan sett af stað. Ég grátbað um að ég yrði sett af stað dagana fyrir fæðingu Sólar. En allt kom fyrir ekki. Og þrátt fyrir mikla samdrætti, fór ég aldrei af stað í fæðinguna sjálf. Ítrekað var ég því send heim.“ Gallstasi Gallstasi Önnu Mörtu greindist eftir fæðingu Sólar og þá fyrir algjöra slysni. Sjálf telur Anna Marta mikilvægt að á verðandi mæður sé alltaf hlustað. Ég var alltaf að segja: Það er eitthvað að. En var þá bara sett í mónitorinn og síðan sagt að fara heim og hvíla mig.“ Og ýmsar kenningar voru lagðar fram. „Þegar ég var gengin þrjátíu vikur og með sturlaða samdrætti, fer ég í skoðun og er sagt að ég sé með grindargliðnun og ætti ekki að vera að hreyfa mig svona mikið.“ Kvöldið áður en Anna Marta fer fyrst upp á fæðingardeild fær hún áðurnefnt kláðakast. „Þetta var eina kláðakastið sem ég fékk fyrir alvöru. Eftir á að hyggja hef ég eflaust verið með kláðaeinkenni fyrr, en maður hafði bara aldrei heyrt um gallstasa né verið spurður um kláða.“ Það sem Anna Marta minnist nefnilega er kláði undir iljum, en um einkenni gallstasa segir: Kláðinn byrjar oft í lófum og iljum en getur verið dreifður um líkamann, jafnvel á augnlokum og í munnholi. Hann getur verið verstur á nóttunni og það hefur áhrif á svefninn. Frá því að Anna Marta missti Sól, segist hún ekki geta annað en talað fyrir því statt og stöðugt að verðandi mæður séu upplýstar um gallstasa og að það sama eigi við um ljósmæður og heilbrigðisfólk. „Ef ég hitti ófrískar konur spyr ég mjög oft hvort þær hafi heyrt um gallstasa. Sem mér finnst of fáar konur vita nokkuð um.“ Að missa barn í fæðingu segir Anna Marta sárara en orð fá lýst. Sorgin og sársaukin sem fylgir því að eignast andvana barn er ofboðslega mikil. Að fara heim án barns eftir fæðingu. Að þurfa að segja systkinunum að litla systir þeirra sé látin er erfitt.“ Að rifja upp síðustu dagana sem Sól var á lífi í móðurkviði er líka sárt. „Fyrst alvöru sóttin mín er 21. mars 2008 sem er föstudagurinn langi. Mæti upp á deild og er sett sett í heita pottinn því ég ætlaði að eiga hana þar. En eftir marga klukkutíma var ljóst að litið hafði gerst frá því fyrr um daginn. Ljósmóðir á vakt segir að ekkert munu gerast og best sé að ég fari heim. Ég segi við hann að ég finni að eitthvað sé að og hvort ekki sé hægt að hjálpa mér inn í gangsetningu. Bað hana að skoða fyrri fæðinguskýrslu með Ísalind. Nei var svarið, það væri best að ég færi heim. Ingó hélt nú ekki og sagði að það yrði að gera eitthvað fyrir mig. Síðastliðnar vikur hafi verið mjög erfiðar og lítill svefn. Ég fékk nálastungur og svefnlyf sem ég tók með heim til að geta hvílst.“ Á laugardagsmorgninum vaknar Anna Marta síðan sárlasin og leið skringilega. „Mér var sagt að koma á deildina, þar var ég sett í mónitorinn, greind með bronkítis og send heim. Þó er ég með 40 stiga hita þegar þetta er, hafði enga lyst til að borða og var mjög lasin.“ Anna segir að næstu dagar hafi snúist um að ná heilsu. Frá föstudeginum til fimmtudagsins í vikunni eftir, 27. mars, fór hún nokkrum sinnum upp á fæðingardeild. Þar var ég alltaf sett mónitor og sagt að barnið væri þreytt. Best væri að ég hreyfði mig, nærði mig og hvíldi mig. Ég sagði alltaf að mér fyndist þetta ekki vera eðlileg ástaða á mér. Finn að það er eitthvað að angra okkur mæðgur. “ Það er ólýsanlega sárt að missa barn í fæðingu, að upplifa óttann og sársaukann, sorgina og missinn. Að fara barnlaus heim og segja systkinunum að litla barnið sé dáið. Anna Marta segir alla eiga rétt á að upplifa sorgina á sinn hátt. Enginn upplifi sorg á sama hátt.Vísir/RAX Sól Daginn sem Sól fæddist, fer Anna Marta fyrir tilviljun án Ingólfs upp á deild. Sest í lazy boy stólinn. Handhægur mónitor settur á bumbuna. Ekki virkar hann, annar er sóttur en það sama með hann: Það er enginn hjartsláttur. Skrýtið…. Ætli hann sé þá líka bilaður? Undarlegur svipur kemur á ljósmóðurina og nokkrum mínútum síðar kemur sérfræðingur inn á stofuna, setur tækið í gang en Anna Marta segist hafa fundið sterkt fyrir því að andrúmsloftið var alls ekki eins og það átti að vera. „Hvað er að gerast?“ spyr Anna Marta. „Hún er dáin,“ er svarið. „Það er ekki hægt. Það er ekki rétt,“ svarar Anna Marta. Næstu mínúturnar eru óraunverulegar. Anna Marta ráfar fram á gang og inn í litla línkompu með sængurverum. Hún setur lín fyrir vit sér en öskrar eins hátt og lungun leyfðu. Ljósmóðir kemur og segir: „Ekki hafa svona hátt. Það eru aðrar konur að fæða hérna.“ Önnu Mörtu er sagt að fara heim. Ég get ekki farið heim með dáið barn inn í mér!“ Anna Marta biður síðan um keisaraskurð. Eftir á að hyggja er ég fegin því að hafa ekki fengið keisara. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fætt Sól í gegnum fæðingarveginn. Að eiga fæðinguna, að hafa eytt allri þeirri orku sem ég átti í að fæða Sól.“ Sársauki. Sorg. Ótti. „Ingó vissi ekki neitt því eins og reglurnar voru að minnsta kosti þá, mátti enginn nema sérfræðingur tilkynna um andlát barns. Ég þorði ekki að hringja í hann sjálf, enda hrædd um að hann myndi strax heyra á mér að eitthvað væri að. Ég hringdi því í Lovísu systir, bað hana um að fá mömmu til að fara heim til krakkanna svo Ingólfur kæmist upp á deild. Ég væri komin í sótt,“ segir Anna Marta og bætir við: „Lovísa var sjálf með ungabarn á þessum tíma og ég vildi alls ekki að hún fattaði neitt. Þetta var einfaldlega of sárt. Hún heyrði samt á mér að eitthvað væri að en ég svaraði: Nei, nei. Það er allt í stakasta lagi.“ Þegar Ingólfur kom upp á spítala, eru honum færð tíðindin. Ég gleymi því aldrei þegar hann kom inn á stofu til mín. Svona náfölur í framan og hræddur.“ Sól fæddist rétt eftir miðnætti 28. mars 2008. „Þessa nótt segi ég við ljósmæðurnar sem tóku á móti Sól að ég vilji að það verði tekin af mér blóðprufa. Ég sé viss um að ég sé með gallstasa. Afhverju? Jú, vegna þess að vinkona mín hafði fengið mikinn kláða og hún var gangsett í febrúar 2008. Hún sagði mér að gangsetning hafi verið gerð vegna þess að gallstasinn hennar var orðin of hár.“ Daginn eftir biður ljósmóðir Önnu um að mæta í blóðprufu klukkan átta á laugardeginum. Að takast á við áfall Þótt Anna Marta hafi í fyrstu ætlað sér að fá engan nákominn upp á spítala, er hún fegin því að hafa ekki fengið þá ósk sína uppfyllta. Lovísa hlustaði sem betur fer ekki á mig og mætti upp á fæðingardeild um nóttina með mömmu. Tengdaforeldrar mínir komu líka og við áttum öll dýrmæta og fallega stund með Sól. Ég er ofboðslega þakklát eftir á því að auðvitað fólst í því mikill stuðningur að vera með mína nánustu hjá mér.“ Anna Marta segir það mjög erfiðan raunveruleika fyrir foreldra að fara tómhent heim af fæðingardeildinni. „Það var líka svo erfitt að eftir að hún fæddist og er tekin frá mér, kemst ég að því að hún er flutt á Akureyri í krufningu.“ Anna Marta leggur hendi á hjartað og endurtekur „Akureyri!“ Ég var nýbúin að fæða barn. Dána barnið mitt var ekki hjá mér heldur bara orðið að einhverjum búk sem var sendur eins og pakki á Akureyri í krufningu. Mér fannst þetta vægast sagt hræðilegt að heyra.“ Í krufningu kom ekkert í ljós en þegar sérfræðingurinn að norðan hringdi sjálfur í Önnu Mörtu, lágu fyrir niðurstöður úr blóðprufunni. Anna Marta sagði honum því frá gallstasanum. „Nú, ætli það sé þá kannski skýringin? velti hann þá fyrir sér,“ segir Anna Marta og bætir við: „Mér finnst einmitt svo skrýtið sambandsleysi þarna á milli. Að krufningarlæknir á Akureyri hafi verið að kryfja barnið mitt án þess að vera með neinar upplýsingar um mig sem móður. Ég vona að þessu hafi verið breytt.“ Næstu dagar segir Anna Marta oft erfiða fyrir foreldra. Það þurfi að undirbúa jarðarför og fleira, en Sól er jörðuð í leiði föðurömmu sinnar í Fossvogsgarði. Anna Marta og Ingólfur ákváðu að vera með kistuna opna alla athöfnina, sem var afar falleg og sneisafull. Því ótrúlega margir mættu og það þykir Önnu Mörtu vænt um. „Ég myndi samt gefa foreldrum það ráð sem upplifa svona missi, að vera ekkert feimin við að viðurkenna það fyrst á eftir ef fólk er ekki til í að hitta annað fólk. Því allir vilja svo vel og stundum var fullt af fólki að koma heim til okkar vegna þess að það vildi styðja við okkur,“ segir Anna Marta og bætir við: „Þá var maður kannski að baka og útbúa veitingar og allt til að standa sig sem gestgjafi. Ég skil varla hvernig ég gat þetta allt. En í dag átta ég mig á því að auðvitað átti maður bara að leggja meiri áherslu á að standa með sjálfum sér og segja bara nei við heimsóknum ef manni leið þannig. Það felst engin sjálfselska í því.“ Anna Marta segir líka mikilvægt að hvert svo sem áfallið er eða sorg sem fólk upplifir, að annað fólk geri ekki á það kröfur. Stundum er eins og fólk haldi að sorgin eigi að vera svona eða hinsegin. Er jafnvel að búast við því að viðbrögðin hjá okkur öllum séu eins. Það er alls ekki. Sorgin okkar er mjög mismunandi og birtingarmyndirnar mjög ólíkar. Það er mjög mikilvægt að hver og einn einstaklingur fái að upplifa sína sorg eins og hún er hjá þeim.“ Þetta segir hún líka mikilvægt að fólk átti sig á þegar það kemur að foreldrunum sjálfum. „Við Ingó upplifðum sorgina til dæmis ekkert á sama hátt. Ég geri það svolítið með því að tala um Sól og þennan missi, græt og allt það. Hjá Ingó er það öfugt, hann upplifði til dæmis meiri reiði en ég.“ Saman hafa þau þó reynt að leggja sitt af mörkum til þess að verðandi foreldrar séu upplýstir um gallstasa og þær hættur sem af honum geta stafað. Anna Marta hefur tekið þann pólinn í hæðina að lifa í þakklæti frekar en í reiði eða gremju. Hún vonar að hennar saga fræði fólk um gallstasa sem hún segir of marga ekki vita að er til. Fyrir tilviljun fór Anna Marta í þrívíddarsónar þegar Sól var nánast fullburða. Að eiga mynd af henni þegar hún var lifandi enn, segir hún ótrúlega dýrmætt.Vísir/RAX Þakklætið og birtan Anna Marta segir að þótt sorgin yfir því að hafa misst Sól sé mikil, sé margt fallegt í sögunni. „Ég fékk til dæmis þá hugmynd þegar ég var gengin 31 vikur að fara í þrívíddarmyndatöku. Þannig að við eigum myndir af Sól lifandi þegar hún er 31 vikna og nánast fullburða,“ segir Anna Marta og brosir. Hún viðurkennir að hræðsla hafi verið meiri í henni í næstu óléttum, en er þakklát því að þá var sérstaklega vel með henni fylgst. „Ég er líka þakklát því eftir á að hyggja að hafa vitað kyn Sólar. Því fyrst ég missti hana, þá er þetta atriði sem skiptir mig miklu máli. Það er öðruvísi tenging og ég náði því að eiga þá tengingu með Sól.“ Fyrst og fremst segist Anna Marta þó vilja deila sögu sinni um Sól svo sem flestir vita meira um gallstasa. „Of oft hefur það kannski gerst í gegnum tíðina að börn fæðast andvana og engin skýring finnst í krufningu. En hvað ef skýringin er gallstasi móðurinnar? Sem í mínu tilviki uppgötvast bara fyrir tilviljun í blóðprufu vegna þess að ég barði í borðið og krafðist þess að það yrði skoðað með gallstasan minn,“ segir Anna Marta og bætir við: „Ég hef ákveðið að vera ekki reið yfir því að hlutirnir hafi ekki verið skoðaðir betur hjá mér á sínum tíma, sem svo margt í minni sögu sýnir svart á hvítu að hefði þurft að gera. En ef ég get með sögunni um hana Sól mína hvatt fleiri til að vera vakandi yfir gallstasa og afla sér upplýsinga um þennan sjúkdóm, þá er mínu markmiði náð.“
Sorg Fjölskyldumál Heilsa Tengdar fréttir Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00
„Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00