Lýkur Gylfi markaþurrð Vals á Kópavogsvelli? Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 15:45 Valsmenn hafa gert öll þrjú mörk sín til þessa á heimavelli en tókst ekki að skora í Garðabæ og Árbæ. vísir/Diego Valsmönnum hefur gengið illa að skora á Kópavogsvelli síðustu ár og þurfa að bæta úr því í kvöld þegar þeir mæta Blikum, eftir slæma byrjun á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta. Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik. Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira