Ísland geti orðið fyrsta reyklausa landið í heimi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. maí 2024 13:21 Þær Elísa Kristinsdóttir og Mari Jarsk slógu í gegn í bakgarðshlaupinu um helgina svo athygli vekur. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og fjallgöngugarpur heldur ekki vatni yfir árangri ofurhlaupakonunnar Mari Järsk í Bakgarðshlaupinu sem lauk í gær og er hæstánægður með hlaupakonuna að hafa hlustað á ráð hans og hætt að reykja. Líkt og alþjóð veit fór Mari með sigur af hólmi í Bakgarðslaupinu í Öskjuhlíð í gær eftir að hafa hlaupið 57 hringi á tveimur sólarhringum. Um var að ræða yfir 380 kílómetra og Íslandsmetið slegið. Mari hefur slegið í gegn undanfarin ár, ekki síst þar sem hún hefur áður reykt á milli hringja, en á því varð breyting á í ár líkt og athygli vekur. Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildamyndar um Mari sem fór í loftið á Stöð 2 í maí, eftir fjölmiðlakonuna Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari tók vel í það og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifaði Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum í apríl í fyrra. Ljóst er að hún stóð við stóru orðin. Segir um stórbætingu að ræða „Afrek Mari Järsk í gær í Bakgarðshlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst., er ekkert annað en árangur á heimsmælikvarða, enda 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari krefjandi íþrótt. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum,“ segir Tómas Guðbjartsson um árangurinn. „Það sem er ekki síður ánægjulegt er að þetta er fyrsta reyklausa ofurhlaup þessarar ofurkonu sem á meðal okkar fremstu íþróttamanna. Hún er því ekki aðeins fyrirmynd fyrir íþróttafólk almennt heldur líka þá sem vilja hætta að reykja - og taka þátt í að gera Ísland að fyrsta reyklausa landi í heim.“ Bakgarðshlaup Heilsa Áfengi og tóbak Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Líkt og alþjóð veit fór Mari með sigur af hólmi í Bakgarðslaupinu í Öskjuhlíð í gær eftir að hafa hlaupið 57 hringi á tveimur sólarhringum. Um var að ræða yfir 380 kílómetra og Íslandsmetið slegið. Mari hefur slegið í gegn undanfarin ár, ekki síst þar sem hún hefur áður reykt á milli hringja, en á því varð breyting á í ár líkt og athygli vekur. Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildamyndar um Mari sem fór í loftið á Stöð 2 í maí, eftir fjölmiðlakonuna Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari tók vel í það og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifaði Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum í apríl í fyrra. Ljóst er að hún stóð við stóru orðin. Segir um stórbætingu að ræða „Afrek Mari Järsk í gær í Bakgarðshlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst., er ekkert annað en árangur á heimsmælikvarða, enda 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari krefjandi íþrótt. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum,“ segir Tómas Guðbjartsson um árangurinn. „Það sem er ekki síður ánægjulegt er að þetta er fyrsta reyklausa ofurhlaup þessarar ofurkonu sem á meðal okkar fremstu íþróttamanna. Hún er því ekki aðeins fyrirmynd fyrir íþróttafólk almennt heldur líka þá sem vilja hætta að reykja - og taka þátt í að gera Ísland að fyrsta reyklausa landi í heim.“
Bakgarðshlaup Heilsa Áfengi og tóbak Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira