Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 10:57 Dekkið skoppaði ansi hátt upp á svalirnar. Vísir Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess. Greint var frá því þann 16. mars síðastliðinn að kvöldið áður hefði hjólbarði losnað undan strætisvagni og endað á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. Vísi hefur nú áskotnast myndbandsupptaka úr öryggismyndavél hússins sem hjólið endaði á. Í myndskeiðinu sést hvernig hjólið kemur skoppandi inn á Rauðarárstíginn við Miklubraut og tekur síðan stórt skopp upp á svalir hússins, sem brotna nokkuð illa. Mildi að ekki fór verr Ljóst er að mikil mildi er að ekki fór verr, enda skoppaði þungt hjólið talsvert langa leið áður en það staðnæmdist við húsið. Húsráðandi segir í samtali við Vísi að atvikið hafi gerst rétt upp úr klukkan 22, en á þeim tíma sé oft mikil umferð gangandi vegfaranda í nágrenninu. Fólk að ganga með hunda við Klambratún og nágrenni fyrir svefninn og þar fram eftir götunum. Talið er að dekkið hafi losnað undan vagninum þegar hann stoppaði á stoppistöðinni við Klambratún. Húsið er um 160 metrum frá stoppistöðinni.Vísir Þá hafi leigjandi á jarðhæð hússins verið að klæða sig í jakka og á leið út um dyr á hlið hússins sem hjólið hæfði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann verið kominn út og orðið í vegi dekksins. Hluti af verkferlum að herða rærnar Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir í samtali við Vísi að það gerist af og til að hjól losni undan strætisvögnum. Greint var frá því tæpum mánuði eftir atvikið sem hér um ræðir að hjól hefði losnað undan öðrum strætisvagni í Hlíðunum í Reykjavík. Því sé það hluti af verkferlum að herða rærnar reglulega en það geti gerst að rærnar losni meira en venjulega, til að mynda þegar ekið er yfir hraðahindranir og þess háttar. Vagninn sem hér um ræðir sé á vegum verktaka og því bæti tryggingafélag verktakans tjón á svölunum og þeim bílum sem hjólið rakst utan í. Strætó Reykjavík Tryggingar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Greint var frá því þann 16. mars síðastliðinn að kvöldið áður hefði hjólbarði losnað undan strætisvagni og endað á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla. Vísi hefur nú áskotnast myndbandsupptaka úr öryggismyndavél hússins sem hjólið endaði á. Í myndskeiðinu sést hvernig hjólið kemur skoppandi inn á Rauðarárstíginn við Miklubraut og tekur síðan stórt skopp upp á svalir hússins, sem brotna nokkuð illa. Mildi að ekki fór verr Ljóst er að mikil mildi er að ekki fór verr, enda skoppaði þungt hjólið talsvert langa leið áður en það staðnæmdist við húsið. Húsráðandi segir í samtali við Vísi að atvikið hafi gerst rétt upp úr klukkan 22, en á þeim tíma sé oft mikil umferð gangandi vegfaranda í nágrenninu. Fólk að ganga með hunda við Klambratún og nágrenni fyrir svefninn og þar fram eftir götunum. Talið er að dekkið hafi losnað undan vagninum þegar hann stoppaði á stoppistöðinni við Klambratún. Húsið er um 160 metrum frá stoppistöðinni.Vísir Þá hafi leigjandi á jarðhæð hússins verið að klæða sig í jakka og á leið út um dyr á hlið hússins sem hjólið hæfði. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann verið kominn út og orðið í vegi dekksins. Hluti af verkferlum að herða rærnar Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó BS, segir í samtali við Vísi að það gerist af og til að hjól losni undan strætisvögnum. Greint var frá því tæpum mánuði eftir atvikið sem hér um ræðir að hjól hefði losnað undan öðrum strætisvagni í Hlíðunum í Reykjavík. Því sé það hluti af verkferlum að herða rærnar reglulega en það geti gerst að rærnar losni meira en venjulega, til að mynda þegar ekið er yfir hraðahindranir og þess háttar. Vagninn sem hér um ræðir sé á vegum verktaka og því bæti tryggingafélag verktakans tjón á svölunum og þeim bílum sem hjólið rakst utan í.
Strætó Reykjavík Tryggingar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira