Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. maí 2024 19:46 Linda Karen ástandið óásættanlegt. vísir/bjarni/berghildur Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48