„Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Eyja Sigríður, bangsalæknir, með bangsa sem hún saumaði sjálf nýverið. Vísir/Arnar Ekkert verkefni er ómögulegt fyrir Bangsalækninn svokallaða. Að hennar mati eru bangsar partur af fjölskyldunni og fátt veitir henni meiri gleði en að gera þá eins og nýja. Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“ Ástin og lífið Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“
Ástin og lífið Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira