„Það er áframhaldandi þensla og kvikuinnflæði undir Svartsengi. Við erum að sjá nokkra skjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni og rauninni bara svipuð hegðun sem hefur fyrir rétt fyrir þessi gott. Rétt áður en allt fer í gang,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Benedikt segir líklega um fjórtán milljón rúmmetra af kviku hafa safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðan síðasta gos hófst þann 16. mars og lauk síðastliðinn fimmtudag, 9. maí.
„Þetta er komið yfir þau mörk sem var síðasta. Þannig við erum bara tilbúin að þetta geri gerst á hverri stundu,“ segir Benedikt.
Hann segir sérfræðinga Veðurstofunnar ekki búast við því út frá því að gosið sem hefst næst verði kraftmeira en þau fyrri. Það hefjist líklega með svipuðum hætti og þau fyrri. Með miklum krafti og stuttum fyrirvara.
„Það er langlíklegast að þetta hagi sér svipað,“ segir hann og að öll gögn bendi til þess að það gjósi í Sundhnúksgígaröðinni.
Grindvíkingar vel undirbúnir
Hann telur íbúa Grindavíkur, sem enn eru heima, vel undirbúna fyrir rýmingu ef til hennar kæmi og að þau ættu að hafa nægan tíma. Það hafi gengið vel að koma fólki burt áður og það ætti að halda áfram að gera það.