Í tilkynningu kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra muni opnunarávarp fundarins.
Þá flytur Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum taka við umræður.
Hver ræður því hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækjum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær að taka þátt? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á fundinum.