Tæplega hundrað konur lögðu leið sína í Haukadal þar sem hreyfing, slökun og góður matur tók á móti þeim. Sara Snædís og Elísabet unnu hörðum höndum að því að gera upplifun kvennanna sem eftirminnilegasta.
![](https://www.visir.is/i/1A50035A031ADD9AAFF63E73ED418184412AA37CD76DF02EFC1597245BCEDDC9_713x0.jpg)
„Við Elísabet héldum í þetta ferðalag saman með ákveðna sýn og vorum frekar stórhuga. En að sjá verkefnið verða að veruleika og ná markmiðum okkar var draumi líkast. Við erum svo þakklátar og meirar yfir viðtökunum. Það var svo mikil gleði sem einkenndi þennan hóp og þakklæti. Að skilja við konurnar endurnærðar, fullar orku og glaðar með nánast tár í augunum. Þessi mikla gleði var í raun það besta sem við gátum hugsað okkur,“ segir Sara Snædís í samtali við Vísi.
Dekur í sólarhring
Sara Snædís segir markmið ferðarinnar hafi verið að gera sem best við hverja og eina konu. Dagskráin var þétt skipuð með útiveru, styrktaræfingum, hugleiðslu, slökun, heilsusamlegum mat, fræðandi erindi og góðum félagsskap.
„Okkur langaði að þessi sólarhringsdvöl væri ein stór upplifun. Við lögðum upp úr því að það væri alltaf eitthvað nýtt að gerast inn á milli hvort sem það var í formi gjafa til kvennanna, hressingar eða æfingu hjá mér,“ segir Sara Snædís.
Arna Petra ljósmyndari var á svæðinu og myndaði herlegheitin.
![](https://www.visir.is/i/037240F6DE3286C798F37F0E8F1B09FEF9255F3DAD45AED137F45358BB9B5CAA_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E1166203564190C25ED998751836BC7934D3333108D02603B75EA7EB6ED0404A_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/DB4DE5F762B2E710B98784B4F38F097FE1727D760A449F1471610336FFCC6EF4_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/D48E34ACB88A45BCFA2F80922B6A4201F13F4C285470D4543A0C8F614DC77D43_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/391CBBF8D338A7D7240EB7020DC7BF66718B4DE7C07EF663B08F6AC793A71697_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/303AFC60A28D96F5423FDA311CC5A307A1C6CE6751AB0C8631A0CCD329E4E762_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E8FFBC403D3E26D7C527BCFD3F4040801FEBB0F34A519C53C792A17B1C3588D9_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/913D988FF8F000B1CECB0148E75DF49BAE3C5292A13FE5B6F8B6B47604AACAF1_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/8DD3823F6712814E83DD32CDAA644AE0B4F2C0FFE5B3D3B3C5BE5B8AAC283FBE_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/151007A4FD0C5145A6A66D2635D1D6FD3749F1C135EA36A7FFD3E59F858C3CFD_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/DB9ED709D79D88E3BEEBACD3A1F4F48ABB7079999A3D52E445BA707872CBCBBD_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/97AAB43FAAF526653F54BE61B197C8E788E9EB641493DBEF3418837915E6B824_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/C23674B6D97B4D93F8CE4EEAF55CE9E533F09D55178B6F563A201D820A763435_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/B29DCCF7D0F982631F5C0615C1376B7A6C554D8390ADF783C49E7BD4C853B2A5_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/975CE223B4F3EEC62CD493A69FB079E6C576E06EBC4CE09DD6BC1BC52ACE93C4_713x0.jpg)